Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ég tók þétt í hönd þessara þýzku út-
flytjenda, rétt eins og ég vildi með
handtaki rnínu staðfesta föðurland-
inu ást mína, og við ræddumst við á
þýzku. Fólkið var sjálft ákaflega feg-
ið að heyra þetta mál á erlendum
þjóðvegi, áhyggjuskuggarnir hurfu
af andlitunum og þau nærri brostu.
Konurnar, sem margar voru fremur
laglegar heilsuðu mér glaðlega ofan
af vögnunum og kölluðu: „Gvöðs
heilsan!“ og ungu stúlkurnar heils-
uðu mér og roðnuðu við og litlu
anganórarnir skríktu til mín og
brostu tannlausum litlum og ljúfum
munnum. „Og af hverju hafið þið
flutt frá Þýzkalandi?“ spurði ég
þetta fátæka fólk. „Landið er kosta-
ríkt og við hefðum gjarna viljað
vera þar áfram,“ svöruðu þeir, „en
við gátum ekki með nokkru móti
hafzt þar við lengur.“
Nei, ég er ekki einn í hópi þessara
lýðæsingamanna, sem hugsa um það
eitt að vekja ástríður fólksins og ég
ætla ekki að segja frá öllu því sem
ég heyrði á þjóðveginum hjá Havre
undir beru lofti um ráðsmennsku
hinna göfugu og eðalbornu ætta í
heimasveit þeirra — ásökunarþung-
inn var ekki heldur fólginn í orða-
laginu, heldur í hljómfallinu, eins og
það var talað eða öllu heldur eins og
því var stunið upp. Þetta fátæka fólk
var ekki heldur í hópi lýðæsinga-
mannanna, það lauk jafnan ræðu
sinni með þessum orðum: „Hvað
áttum við að gera? Áttum við
kannski að gera byltingu?“
Eg sver það við alla guði himins
og jarðar, að tíundi hluti þess, sem
þetta fólk hafði mátt þola í Þýzka-
landi, hefði hleypt á stað 36 bylting-
um í Frakklandi og þrjátíu og sex
konungar hefðu týnt kórónum sín-
um, og höfðum í þokkabót.
„Og við hefðum nú kannski reynt
að þrauka það af lengur og ekki far-
ið,“ sagði Sváfi einn áttræður, sem
þess vegna er tvívitur Sváfi, „en við
gerðum það vegna barnanna. Þau
eru ekki eins vön Þýzkalandi og við
og kannski geta þau orðið hamingju-
söm í útlandinu, raunar munu þau
mega þola margt í Afríku.“
Þetta fólk var nefnilega á leið til
Alsír, þar sem því hafði verið lofað
jarðnæði til landnáms með góðum
kjörum. „Landið ku vera gott,“
sögðu þeir, „en við höfum heyrt að
það sé mikið af eiturslöngum, sem
eru mjög hættulegar og menn eiga
þar marga mæðuna við apana sem
hnupla ávöxtum af akrinum og stela
jafnvel börnum og hafa með sér inn
í skógana. Það er hræðilegt. En
hreppstjórinn heima er líka eitraður,
ef maður borgar ekki útsvarið, og
akrarnir skemmdir af dýrum og
veiðum og börnin okkar voru send i
herinn. — Hvað áttum við að gera?
Áttun* við kannski að gera bylt-
ingu?“
Uber die Vaterlandsliebe, 1835.
172