Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 15
BREF TIL MAJU Þetta snerist þveröfugt við það, sem ég ætlaðist til. Ég benti Júnesen á yogavísindin aðeins til að drífa upp andlegt olympíaði. En það varð þá úr því bræðralag. Bræðralag er reyndar fagurt, það er að segja: þangað til maður þarf að umgangast bróðurinn. Mér leiðist fólk, sem er á sömu skoðun og ég. Og ef ég hef komið því á skoðunina, þá fyrirlít ég það. Sá maður hlýtur að vera sjúklega ánægður með sjálfan sig, sem finnur gleði í því að lilusta á sjálfan sig í öðrum. Hann ætti að labba með koppinn sinn inn á Klepp eða ganga í Þjóðvarnarflokkinn. Ég þekki ekkert viðbjóðslegra. O-oj bjakk! Svo er það eitt, Maja mín, sem mig langar til að spyrja þig um í fullum trúnaði, af því að þú ert læknisfrú og hefur sennilega dálítið innsæi i apótek. Er ekkert meðal til við músik? Þetta hefur legið þungt á mér í fjölda ára. Eg hef spurt lækna um þetta hér í bænum. Þeir leiða það einhvernveginn hjá sér, svo að ég verð engu nær. Þeir virðast ekki skilja voðann, sem hér er á ferðum, hala kannski líka soldið á honum. En ég geri ekki ráð fyrir, að íbsen hafi mikið upp úr músiksjúkdómum þarna austur frá, og ég treysti því, að þið viljið hjálpa mér — og mannkyninu. Ef meðalið er ekki til, þá verður að finna það upp. Fyrirfinnist það ekki í ykkar apóteki, legg ég að þér að fá Ibsen til að skrifa vísindastofnunum í Bandaríkjunum og biðja þær að finna meðalið upp, ef það er ekki þegar fundið. Þeir finna upp lækningar við öllu þar vestra nema þeim kvilla að botna hvorki upp né niður í lífinu og hegða sér því í heimsmálunum af slíku óviti, eins og ekki sé til lögmál orsaka og afleiðinga, hvorki Himnaríki né Helvíti. Það er aðeins tvennt í tilverunni, sem er of aukið. Það er krabbamein og músik. Nú sitja vísindamenn önnum kafnir víðs vegar um heim yfir að finna meðal við krabba. En meðal við músik er ekki minni heimsnauðsyn. Músikin fór að verða alþjóðaplága, þegar útvarpsóþverrinn og hátalarinn héldu innreið sína í mannfélagið. Áður var hún varla meira en heimilisböl. Ég er sannfærður um, að þessi síbeljandi og oftast háværi músikskakandi veldur alvarlegum röskunum á náttúrlegri og settlegri starfsemi taugakerfis- ins og innýflanna og á drjúgan þátt í ævaxandi taugatruflunum, geðsjúk- dómum, exemum, hjartabilunum, blóðtöppum, meltingarkvillum, magasár- um og krabbameinum. Þessi ófögnuður, músikskakandinn, smýgur gegnum mann núorðið, svo að segja hvar sem maður er staddur. Það er orðið mjög 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.