Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 15
BREF TIL MAJU
Þetta snerist þveröfugt við það, sem ég ætlaðist til. Ég benti Júnesen á
yogavísindin aðeins til að drífa upp andlegt olympíaði. En það varð þá úr
því bræðralag. Bræðralag er reyndar fagurt, það er að segja: þangað til
maður þarf að umgangast bróðurinn. Mér leiðist fólk, sem er á sömu skoðun
og ég. Og ef ég hef komið því á skoðunina, þá fyrirlít ég það. Sá maður
hlýtur að vera sjúklega ánægður með sjálfan sig, sem finnur gleði í því að
lilusta á sjálfan sig í öðrum. Hann ætti að labba með koppinn sinn inn á
Klepp eða ganga í Þjóðvarnarflokkinn. Ég þekki ekkert viðbjóðslegra. O-oj
bjakk!
Svo er það eitt, Maja mín, sem mig langar til að spyrja þig um í fullum
trúnaði, af því að þú ert læknisfrú og hefur sennilega dálítið innsæi i apótek.
Er ekkert meðal til við músik? Þetta hefur legið þungt á mér í fjölda ára.
Eg hef spurt lækna um þetta hér í bænum. Þeir leiða það einhvernveginn
hjá sér, svo að ég verð engu nær. Þeir virðast ekki skilja voðann, sem hér
er á ferðum, hala kannski líka soldið á honum. En ég geri ekki ráð fyrir, að
íbsen hafi mikið upp úr músiksjúkdómum þarna austur frá, og ég treysti
því, að þið viljið hjálpa mér — og mannkyninu. Ef meðalið er ekki til, þá
verður að finna það upp. Fyrirfinnist það ekki í ykkar apóteki, legg ég að
þér að fá Ibsen til að skrifa vísindastofnunum í Bandaríkjunum og biðja
þær að finna meðalið upp, ef það er ekki þegar fundið. Þeir finna upp
lækningar við öllu þar vestra nema þeim kvilla að botna hvorki upp né niður
í lífinu og hegða sér því í heimsmálunum af slíku óviti, eins og ekki sé til
lögmál orsaka og afleiðinga, hvorki Himnaríki né Helvíti.
Það er aðeins tvennt í tilverunni, sem er of aukið. Það er krabbamein og
músik. Nú sitja vísindamenn önnum kafnir víðs vegar um heim yfir að
finna meðal við krabba. En meðal við músik er ekki minni heimsnauðsyn.
Músikin fór að verða alþjóðaplága, þegar útvarpsóþverrinn og hátalarinn
héldu innreið sína í mannfélagið. Áður var hún varla meira en heimilisböl.
Ég er sannfærður um, að þessi síbeljandi og oftast háværi músikskakandi
veldur alvarlegum röskunum á náttúrlegri og settlegri starfsemi taugakerfis-
ins og innýflanna og á drjúgan þátt í ævaxandi taugatruflunum, geðsjúk-
dómum, exemum, hjartabilunum, blóðtöppum, meltingarkvillum, magasár-
um og krabbameinum. Þessi ófögnuður, músikskakandinn, smýgur gegnum
mann núorðið, svo að segja hvar sem maður er staddur. Það er orðið mjög
93