Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 47
TVÆR VETRARMYNDIR una munu standa í lausu sambandi við aðalefni kvæðisins. í þessari til- vísun til konunnar felst eins konar persónuleg játning, sem er svipaðs eðlis og síðar kom fram í mansöngv- um rímna. Hin brotin úr Norðursetudrápu Sveins eru veður- og sævarlýsingar og hljóða á þessa leið: Þá er élreifar ófu Ægis dætr ok tættu föls við frost of alnar fjallgarðs rokur harffar. Tóku fyrst at fjúka Fomjóts synir ljótir. Hlés dætr á við blésu. Fyrsta brotið er lýsing á græn- lenzkri stórhríð, og næstu brotin eru einnig um hamfarir hinnar norð- lægu náttúru. Hér má taka saman á þessa leið: „Þá er harðar rokur föls fjallgarðs ófu ok tættu élreifar Ægis dætr (bylgjur) of alnar við frost.“ Þetta er eftirminnileg vetrarmynd: harðir jöklastormar vefa og tæta í sundur hinar éljaglöðu dætur Ægis, bylgjurnar, sem hafa alizt upp á frosti. í hinum brotunum kveður við svipaðan tón: „Ijótir synir Fornjóts (vindarnir) tóku fyrst at fjúka“, og „dætr Ægis blésu á skipið“. Þessi brot virðast benda til þess, að skáld- ið sé að yrkja um sjóferð. Ef til vill hafa þeir Sveinn og félagar hans ver- ið seinir fyrir að halda suður frá Norðursetu um haust og fengið því að kynnast hinni grænlenzku veður- hörku á leiðinni þaðan. Tilviljun hefur ráðið því, hver brot hafa varðveitzt úr kvæði Sveins, og tilgangslaust er að reyna að ráða í svo miklar eyður. Þó mun vera óhætt að gera ráð fyrir því, að Sveinn hafi ort mörg tilbrigði út af síendurteknu stefi í drápunni: vetrarhörkunni í Norðursetu. Hann hefur því beitt margvíslegum myndum og líkingum til að lýsa þessari reynslu. Ósjálfrátt hvarflar að manni, hvort ekki sé runnin úr Norðursetudrápu vísa sú, sem höfundur Fóstbræðra sögu end- ursegir til að lýsa vetramótt á Vest- fjörðum: Gó elris hundur alla þá nótt óþrotnum kjöptum og tögg allar jarð- ir með grimmum kuldatönnum. Þótt nýgjörvingar hljómi undarlega í ó- bundnu máli, þá hefur fyrirmynd þessarar lýsingar vafalaust verið svip- mikil vísa. í henni kemur fram frum- stæður kraftur, sem er einkenni á Norðursetudrápu Sveins, eins og við þekkjum hana af litlum brotum. Og Sveinn er ekki ólíklegur til að hafa sagt, að frost og fjúk kveði helgaldra, eins og komizt var að orði í hinni vetrarmyndinni, sem hér hefur verið spjallað um. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.