Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Síðan þetta hefti Upptakts kom út hafa
borizt hingað tveir ritdómar úr sænskum
blöðum þar sem m. a. er vikið að þýðing-
unum. Karl Vennberg, einn af fremstu ljóð-
skáldum svía, skrifar á þessa leið í Afton-
bladet undir fyrirsögninni: „Ekki fyrir ungt
fólk eingöngu":
„Það er kynningin á erlendum Ijóðum
sem gerir Upptakt að lífsnauðsynlegum
tengilið unga fólksins og ómissandi mennt-
unarviðauka fyrir eldri árganga áhuga-
manna um bókmenntir. Grein Colin Wil-
sons í 1. hefti þessa árs er ástríðuþrungið
heróp gegn þeirri visnun vilja og vitundar
sem einkennir menningu vora í dag. Grein-
in er heilsubót öllum þeim sem vilja halda
sér lifandi. Hverfið frá henni til Hannesar
Sigfússonar, síðasta íslenzka skáldsins af
sex sem hér eiga ljóð í sænskri þýðingu.
Lesið hina ítarlegu og einlægu skýringu
Göran Palms á Dymbilvöku og meðtakið
þetta sársaukafulla ljóð, magnað mennsku
lífi voru og nakið, sem það.“
Bengt Holmqvist, kunnur gagnrýnandi,
skrifar í Dagens Nyheter:
„Þriðji árgangur Upptakts hefst með
fremur svipdaufu hefti. Athyglisverðastar
eru þýðingarnar, prýðilegur fastur liður í
hverju hefti, sem að þessu sinni kynnir
lauslega sex íslenzk skáld (í þýð. Ariane
Wahlgren). Elzta og yngsta skáldið í hópn-
um, Jóhann Jónsson (1896—1932) og Hann-
es Sigfússon (f. 1922) vekja furðu. Eftir
hinn síðarnefnda eru birtir tveir þættir úr
löngu kvæði sem ber nafnið Dymbilvaka,
en það er samkvæmt umsögn skýrandans-
ritstjórans-og öllum sólarmerkjum að dæma
„stórbrotið norrænt ljóð, víðfeðmt að efni
og myndbyggingu, margslungið að formi“.
Ef Hannes Sigfússon er íslenzkur Ekelöf,
þá virðist Jóhann Jónsson — ef óhætt er að
dæma eftir einu Ijóði — mega kallast ís-
lenzkur Enckell. Bæði þessi skáld verS
skulda tvímælalaust ítarlegri kynningu."
178