Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 8
TIMARIT MALS OG MENNINGAR svo mikið fé, en aðrir geta ineira og munu ekki liggja á liði sínu, og þar með létta stórlega undir. Og til þess að gefa hugmynd um að hér sé ekki verið að leggja út í vonlaust verk, má geta þess að síðan fréttist um fjárfestingarleyfið hafa komið vilyrði fyrir um 250 þús. kr. eða áttunda hluta af upphæðjnni sem þarf fyrsta áfangann. I þeim hópi sem loforð hafa gefið eru efnaðir menn og stórtækir, en ég get líka nefnt Dagshrúnar verkamann sem á sínum tíma lagði 5 þús. kr. í hlutafé, keypti síðan hlutdeildarskuldabréf Máls og menn- ingar fyrir 5 þús. kr., og hefur enn á ný boðizt til að leggja 5 þús. kr. til viðbótar í ár. Haldið ekki að með svona áhuga verði hægt að reisa Vegamót? En við megum ekki láta þá 180 félagsmenn í Reykjavík og Hafnarfirði sem stofnuðu Vegamót bera eina allan hita og þunga af því að koma upp starfsheimili Máls og menning- ar. Með þessari byggingu, ef hún kemst upp, er lagður hinn traustasti grundvöllur að frant- tíðarstarfi félagsins og sköpuð ýmis ný skilyrði til félagsstarfseminnar. Því meira sem fé- lagið sjálft getur í upphafi lagt fram í byggingarkostnað með aðstoð félagsmanna sinna, því meira af húsinu getur það fengið strax til afnota. Með það fyrir augum að létta undir með Vegamótum og tryggja Máli og menningu frá byrjun sem bezta aðstöðu beinir stjórn félagsins þeim eindregnu tilmælum til allra félagsmanna, bæði í Reykjavík og utan Reykja- víkur, að þeir leggi þessu máli sem allra bezt lið. Ég hef oft rifjað upp það æfintýri hve fljótt við stofnuðum Vegamót og urðum eigendur að Laugavegi 18. Það leið ekki nema mánuður frá því Bókabúð Máls og menningar varð að flytjast af Laugavegi 19 og þar til við höfðum tryggt henni framtíðarstað á Laugavegi 18, í húsinu á móti, og fest þar með kaup á einum hezta verzlunarstað í bænum. Galdur- inn var sá einn að allstór hópur félagsmanna í Máli og menningu skildi á augabragði til livers var að vinna fyrir félagið og átti næga fórnfýsi og örlæti til að leggja fram það fé sem þurfti, og ekki var lítil fjárhæð fyrir þremur árum, 650 þús. kr. Við gerðum þá átak sem ekki gleymist og er ómetanlegt, vegna þess að við höfðum trú á því sem við vorum að gera og skildum hvers virði það er fyrir félagið að eiga framtíðarheimili á þessum stað í bænum. Nú er komið að nýjum áfanga þar sem á reynir að við gerum enn stærra átak en fyrir þrem árum, en færir okkur um leið að lokatakmarkinu, að reisa á þeim stað sem við höf- um fest okkur reisulega byggingu sem um langa framtíð verður minnisvarði um stórhug og framsýni. Nú reynir á livort við erum þess megnugir og höfum nægilegan áhuga og þá fórnfýsi sem þarf til að leiða til lykta það verk sem við hófum. Stjórnir Vegamóta og Máls og menningar gera sér fulla grein fyrir að við erum að ráðast í mikið verkefni sem kostar stórt átak, en okkur er líka ljóst hvað við getum ef við erum samhuga og leggjumst á eitt. Kr. E. A. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.