Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 108
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lilýtur að valda því, að færri eignast hana en vildu. Hins vegar er mér fullkunnugt, að hún hefur verið mjög kostnaðarsöm í út- gáfu og forlagið hefur ekkert sparað til þess að gera hana sem bezt úr garði. Björn Þorsteinsson. K. S. Stanislavskí: Líf í listum Þýðandi: Ásgeir Bl. Magnússon Heimskringla, 1956. Ar: 1867; staður: sveitasetur Sergei Vladimirovitsj Alexejef, verksmiðju- eiganda, Ljubimovka, rúma þrjátíu kíló- metra frá Moskvu. í hrörlegu langhúsi fer fram leiksýning. Þarna hefur verið komið fyrir litlu leiksviði og eru ferðasjöl notuð sem leiktjöld. Þetta er eins konar táknræn hópsýning. Það er verið að sýna árstíðirnar fjórar. Á miðju sviði stendur Htið grenitré og eru greinar þess vafðar baðmull. Á gólfinu situr fjög- urra ára gamall snáði, klæddur loðfelldi, með loðhúfu og grátt skegg, sem alltaf er að brettast upp. Hann á að tákna veturinn. Orðtakið „mjór er mikils vísir“ á hér ekki illa við, því þetta er upphaf að leiklistar- ferli, sem teljast má einstæður í leiklistar- sögunni. Litli snáðinn í loðfeldinum átti eftir að rnarka dýpri spor í leiklistarsögu Rússlands (og jafnvel heimsins) en nokkur annar maður, undir nafninu K. S. Stanis- lavskí. Hann hét annars réttu nafni Konstantín Sergejevitsj Alexejef og það furðulega við Stanislavskí-nafnið er það, að hann tók það upp til þess að fá leynzt undir því! Sjálfur segir hann svo frá þessu: „Oft voru það hálfgrunsamlegir náungar, sem ég lék með. En hvað átti ég að gera. Ég gat ekki fengið að leika annars staðar, en mig langaði svo ákaft að fást við leiklist. Þarna voru fals- spilarar og léttúðarkvendi, — en ég var einn af forstjórum rússneska tónlistarfélagsins. Það gat orðið harla áhættusamt fyrir mann- orð mitt og stöðu að láta sjá mig í slíkum félagsskap. Ég varð að dyljast undir fölsku nafni. Ég var mjög hrifinn af einum þessara áhugaleikara. Hann hét dr. M„ en lék undir nafninu Stanislavskí. Hann hætti leikstörf- um, og ég ákvað að taka upp nafn hans, að ég fengi fremur leynzt undir þessu pólska heiti. En þar skjátlaðist mér.“ Já, það er víst óhætt að fullyrða, að Kon- stantín Sergejevitsj Alexejef hafi skjátlast þar. Það mun vart ofmælt, er Ásgeir Hjart- arson segir í formála þessarar ágætu bókar: „Vart mun meiri ljómi stafa af nafni nokk- urs leikhúsmanns á þessari öld en Konstan- tíns Sergejevitsj Stanislavskís ...“ Er vissulega mikill fengur íslenzkum les- endum, og þá ekki sízt þeim, er leiklist unna, að fá í íslenzkri þýðing endurminn- ingar þessa merka leikhúsmanns. Aðal þess- arar bókar er það, hve gagnrýnn maðurinn er á sjálfan sig og afdráttarlaust hreinskil- inn, er hann rifjar upp mistök sín á þymum stráðri braut listarinnar, í þrotlausri leit hans að fullkomnun í leiklist og leikstjóm. I prýðilegum formála gerir Ásgeir Hjartar- son í stuttu máli grein fyrir höfuðdráttun- um í lífi þessa leitandi listamanns, og vísast til þess, ltvað það snertir. Er þá komið að þýðing Ásgeirs Bl. Magn- ússonar. Líj í listurn er elzt bóka Stanis- lavskís, og kom fyrst út á ensku í Boston árið 1924. Ári síðar kom út rússnesk útgáfa fyllri, og segir í formála íslenzku þýðingar- innar, að Ásg. Bl. Magnússon muni hafa þýtt þá gerð bókarinnar. Það kemur þó fljótt í Ijós við lestur, að hér mun stuðzt við danska þýðing (a. m. k. aðallega). Orð eins og „sviðsetjandi“ (bls. 58; á d. iscenesætter) bera þess augljós merki. Slíkt orð fer, vægast sagt, illa í ís- 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.