Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sinna. Napóleon trujlar áœtlanir þeirra
með alvöruleysi sínu og þrekleysi og þeir
losa sig við hann.
Eftir 1933 talaði liann um skoplegan
Napóleon, sem nota mælti til að spottast að
Hitler. En eftir Nútímann kom fimmti
Napóleon hans fram í nýrri mynd. Keisar-
inn flýði frá St. Helena og birtist í heimi
sem var honum gersamlega framandi, í
Evrópu fjárplógsmanna og kaupmanna.
Hvarvetna mœtir hann tortryggni og andúð,
lýkur lífi sínu sem gamall flakkari og fylg-
ist með hátíðahöldunum þegar kista hans
sjálfs er flutt heim.
Þegar vikið var að Benító Mússólíni í
samhandi við áform hans um Napóleon,
svaraði hann 1931: „Einræðisherrar nútím-
ans eru leikbrúður í höndum stóriðju og
fjármálavalds."
Eftir 1933 notaði nýr einræðisherra af
þessu tagi, Adólf Hitler, aðferðir nazismans
til þess að vinna bug á efnahagskreppu
þeirri sem lýst var í Nútímanum. Foringinn
bjó sig undir styrjöld af öllu afli með að-
stoð stóriðju og fjármáiavalds, og það hafði
í för með sér algera hagnýtingu á þýzka
iðnaðinum. En til lengdar gat ekki setið
við framleiðsluna eina saman. Það varð
senn að nota hana í verki.
Er Chaplín var að undirbúa „sjöttu
mynd“ sína, voru vopnaviðskipti annarrar
heimsstyrjaldarinnar þegar hafin á Spáni.
Herir Mússóiínis og Hitlers tóku opinskáan
þátt í horgarastyrjöldinni við hlið Francós.
I viðræðum við vini sína dró Chaplín enga
dul á samúð sína með lýðveldissinnum.
Árás Japana á Kína árið 1937 hafði einnig
rík álirif á hann, og síðan stóratburðir þeir
sem ráku hver annan í Evrópu: Innrás Hitl-
ers í Austurríki, Miinchen-svikin, hernám
Tékkóslóvakíu í tveinmr áföngum.
Þessir sögulegu viðburðir áttu eftir að
speglast í „sjöttu mynd“, en nafni hennar
og efnisvali var lengi haldið leyndu. Chap-
lín fór að vinna að kvikmyndasögunni árið
1938 í Carmel-by-The-Sea. Hann bjó mán-
uðum saman ásamt Paulettu Goddard í
þessum litla hafnarbæ í nánd við St. Fran-
cisco. Eldri synimir, sem hann hafði eign-
azt með Litu Gray, konui stöðugt að heim-
sækja föður sinn og höfðu miklar mætur á
honurn.
Myndin átti eftir að breytast stig af stigi
þar til komið var að endanlegri gerð: Ein-
rœðisherranum. Chaplín réð sjálfur yfir
framleiðslutækjum sínum og gat því enn
leyft sér að beita hinum sérkennilegu vinnu
hrögðum sínum. Yfirleitt er myndataka haf-
in þegar húið er að ganga frá „myndatöku-
áætlun", handriti sem mælir fyrir um
ákveðin vinnubrögð sem leikstjórinn verður
að fylgja út í yztu æsar, ef ekki er um
hreina smámuni að ræða.
Chaplín leyfði sér þann munað að vinna
án þess að hafa nokkra „myndatökuáætl-
un“. Hann breytti tali og atburðarás í
vinnustofunni sjálfri. Hann tók heilu kafl-
ana án þess að vita nákvæmlega hvemig
ætti að koma þeim fyrir í sjálfri myndinni.
Ilann starfaði eins og rithöfundur, gerði
uppkast á uppkast ofan og breytti.
I fyrsta uppkastinu að Einrœðisherranum
var fanga bjargað úr þrælabúðum af hópi
uppreisnarmanna, sem höfðu dulklætt sig
sem SA-menn. Gyðingurinn litli, sem var al-
ger tvífari Adólfs Hitlers, tók við hlutverki
foringjans. Kona sem ætlaði að myrða Hitl-
er varð snortin af örvæntingu litla gyðings-
ins. Ilún hjálpaði honum að flýja, og þau
settust að í Sviss.
Enda þótt þessi fyrsta endursögn væri
meinlaus (eða höfð svona ónákvæm af ráðn-
um hug) létu viðbrögðin ekki híða eftir sér.
Þriðja ríkið lét sér ekki lynda að spottazt
væri að foringja þess og að „saurugur júði“
væri gerður að tvífara hans. Utanríkisþjón-
ustan var sett af stað. Konsúll nazista í
Hollywood, Georg Gússling, og síðar sendi-
162