Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 85
„BERJIZT FYRIR FRELSl“ herra Hitlers í Washington, Dieckhoff, hót- uSu bandarískura framleiðendum því að allar myndir þeirra skyldu bannaðar í Þýzkalandi, ef Chaplín eða einhver annar leikstjóri dirfðust að óvirða nazismann. Húsbændurnir í Hollywood vildu ekki missa af markaðnum í Þýzkalandi. Fyrir daga Hitlers höfðu þeir fest verulegt fjár- magn í Þýzkalandi og höfðu að heita mátti gert kvikmyndaverin í Berlín að nýlendum sínum. Bandarísku fyrirtækin voru hrædd um að missa síðustu fótfestu sína í Þriðja ríkinu. Það var reynt að beygja Cbaplín, og opinberir aðilar skiptu sér ekkert af því. Bandaríki Roosevelts höfðu lýst yfir hlut- leysi sínu. Þessa hlutleysis var vandlega gætt í Ilollywood. Atburðirnir í Evrópu og Asíu höfðu haft mikil áhrif á ýmsa listamenn í kvikmyndaiðnaðinum. Þeir höfðu tekið þátt í hjálparstarfinu til Spánar og Kína. En framleiðendurnir bönnuðu hvert það efni sem var í tengslum við átökin í Evrópu og Asíu, samkvæmt fyrirmælum Rocke- fellers og Morgans. Á sama tíma og banda- rískur iðnaður keypti japanskt silki fyrir járnið, sem fór í sprengjur þær sem kastað var yfir Kína, var að sjálfsögðu ekki hægt að f jalla um Míkadóinn eða Svarta drekann í kvikmynd. Árið 1937 réðst meginþorri bandarískra blaða harkalega á kvikmynd- ina Hafnbann, sem túlkaði (af varúð) mál- stað spönsku lýðveldissinnanna. Árið 1939 urðu árásirnar ennþá magnaðri út af myndinni Játningar nazistanjósnara. Auk greinanna í Hearst-blöðunum komu nú bréf beint frá Þýzkalandi til bandarískra kvikmyndasala, en meira en helmingur þeirra var af þýzkum ættum. Þeim var hót- að ofsóknum gegn ættingjum þeirra í Þýzkalandi. Það var um þessar mundir, að Chaplín skýrði frá því, að hann væri byrjaður að taka Einrœðisherrann- Honum barst kynst- ur af bréfum, þar sem honum var hótað árásum og heitið því að hann skyldi ekki lengi lífi halda. Hann tók þessi nafnlausu bréf alvarlega með fullum rétti. Nazistar höfðu opinskátt komið á öflugum samtök- um í Bandaríkjunum. Chaplín tvöfaldaði lífvörð sinn, en hann lét hótanimar ekki frekar hafa áhrif á sig en efnahagslega kúgun. Hann lét skýra svo frá, að eftir á að hyggja og til þess að hrella ekki Adólf Hitler — sem auðsjáanlega tæki hugmynd- ina til sín — myndi hann kalla kvikmynd sína „Einræðisherrarnir", svo að Mússólíni gæti einnig orðið aðili að henni. Þegar lýst var yfir stríði í Evrópu, máttu áhrifin í Bandaríkjunum virðast næsta frá- leit. Chaplín varð í nokkra mánuði að hætta við myndatöku sína, svo ofsalegum árásum varð hann fyrir frá einangrunarsinnum í báðum bandarísku flokkunum. Þessir aðilar vildu leggja bann við því að snúizt væri gegn nazismanum í Bandaríkjunum. Þessi sókn einangrunarsinna var mjög öflug og forustuna hafði þingnefnd: nefnd til að rannsaka óamerískt athæfi. Þessi nefnd hafði upphaflega verið stofn- uð til að fylgjast með athöfnum nazista- samtaka í Bandaríkjunum. En eftir septem- ber 1939 beindi formaður hennar, einangr- unarsinninn Martin A. Dies, rannsóknum sínum að hverjum þeim sem hafði látið í 1 jós samúð með málstað bandamanna. Hann kallaði fyrir sig hvern þann leikara, sem gerzt hafði sekur um að gefa spönskum börnum ölmusu eða verið hafði félagi í Samtökum andnazista. Dies-nefndin gagn- rýndi mjög myndirnar Hafnbann og Játn- ingar nazistanjósnara; Hearst-blöðin héldu uppi linnulausum árásum á Charles Chap- lín. Eftir ósigur Frakklands tók Chaplín að nýju til við Einrœðisherrann. En Dies- nefndin magnaði enn ofsóknir sínar, og þær náðu hámarki sumarið 1940. Hollywood- 163
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.