Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 2
HETJURAUN
Eftir NIKOLAI OSTROVSKÍ
Þessi bók er hetjusaga og um leið hetjulegt afrek hvernig hún er til
orðin. Hún gerist á tímum rússnesku hyltingarinnar, 1917—1922, og
tveim árum síðar hyrjar höfundurinn (sem jafnframt er söguhetjan) að
rita söguna. Hann er einn af þeim sem á unga aldri sogast inn í byltingar-
flóðið, gagntekinn af hugsjónum hennar, vinnur hetjudáðir, fyrst á víg-
vellinum, siðar við endurreisnarstarfið, en hefur særzt hættulega, verður
óvinnufær, lamaður og biindur. En hann vill ekki láta bugast, ekki vera
dæmdur svo ungur úr leik, og hefst nú hin andlega hetjusaga höfundar
(og sögupersónu) sem er saga þess livemig þessi bók varð til.
Nikolai Ostrovskí er einn frægasti rithöfundur Sovétríkjanna, og saga
hans, Hetjuraun, talið sígilt verk. Ilann fæddist 1904 og varð aðeins 32
ára, andaðist 1936. Höfuðpersóna sögunnar, Pavka Kortsjagin, eða með
öðrum orðum höfundurinn sjálfur, hefur orðið fyrirmynd og fordæmi
milljónum æskumanna og bókin nýtur sömu vinsælda í dag og þegar hún
kom út fyrir 24 árurn. Þýðandi bókarinnar, Þóra Vigfúsdóttir, segir í for-
mála: „Bókin er gagnsýrð af þeim anda sem ríkti á fyrstu dögum bylt-
ingarinnar og árin eftir, þegar um líf eða dauða var að tefla fyrir hið
unga verklýðsríki. Ilún er sígildur vitnishurður um þessa tíma, og um
leið fagurt dæmi um mannlegt fórnarþrek, um sigur andans yfir efn-
inu.“