Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 3
TÍMARIT ,8ARC des MÁLS OG MENNINGAR Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Jakob Benediktsson Utgefandi: Bókmenntafélagið Mál og menning r A aldar morgni Eftir vísindasigra þessa árs stendur mannkynið á þröskuldi nýrrar aldar. Áður liafa menn kannað jörðina, byggðir og óbyggðir, úthöf og ísbreiður, heim- skautin til yztu miða, rannsakað djúp sjávarins, klifið hæstu tinda, lesið úr jarðlögum sögu hnattar vors og lífvera, lýst inn í hugardjúp sjálfra vor, rannsakað mannslíkamann taug fyrir taug, sigrazt á sjúkdómum einum af öðrum, varpað birtu á uppruna lífsins, á eðli og takmörk hugsunarinnar, á söguþróun og lögmál þjóðfélagsins, reiknað út fjarlægðir milli stjarna og sólkerfa, kannað öreindir efnisins og loks — sprengt efniskjarnann og leyst úr læðingi þá orku sem gefur manninum áður ókunnugt vald yfir náttúrunni og sjálfs sín takmörkunum: það vald sem skáld og galdramenn hefur löngum dreymt um. En ekki fyrr en nú hafa vísindin sigrazt á rúmi og tíma og brotið sér leið út úr gufu- hvolfi jarðar til frjálsra siglinga um himingeiminn. Fyrstu himintunglin gerð af manna- höndum sem skotið var á loft í haust marka tímamót í allri sögu mannvísinda, bera boð um nýja öld er mennirnir leggja í fyrsta sinn upp frá hnetti sínum í könnunarleiðangra út á ómælisdjúp rúmsins í heimsóknir til annarra hnatta. Þessir vísindasigrar hafa vakið undrun og fögnuð um allan heim, fyrst og fremst meðal vfsindamanna, og brotið ímyndunaraflinu nýjar leiðir. Menn hafa í skyndingu horft upp frá önnum sínum og striti, og í sjónhendingu séð lýsa inn á nýjar brautir. Vísindamenn draga ekki í efa að innan tíðar hefjist siglingar til annarra hnatta. Menn og þjóðir hafa allt í einu færzt nær hver öðrum, eygt sameiginlegt markmið og fundið að þeir eru skip- verjar á sama fleyi — á frekar undarlegri siglingu. Einstaka stjórnmálamenn hafa reynd- ar komizt úr jafnvægi út af því að það skyldu vera Sovétríkin sem komu tunglunum á loft. Aðrir hafa skilið að bæði er táknrænt og eðlilegt að vísindamenn hins nýja heims, TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR 193 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.