Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 5
RITSTJÓRNARGREINAR
Hví skyldu ekki allir velja þessa leið', allar þjóðir, allar ríkisstjórnir?
Kall hins nýja tíma nær til íslendinga ekki síður en annarra þjóða. Engum væri nauð-
synlegra að laga stjórnmálaskoðanir sínar eftir nýjtim staðreyndum, temja sér hærri sjón-
armið, lyfla huganum upp úr því óvita pólitíska þjarki sem allt er að kæfa og sameinast
unt að gera vísindin — og hugsýnir skálda — að leiðarstjörnu inn í þá framtíð sem þjóðin
á skilið að ganga.
Kt.E.A.
Herinn burt
Sú spurning brennur nú á allra vörum hvort hlaðast eigi smán á srnán ofan í herstöðva-
málinu og hvort kórónast eigi áhyrgðarleysi íslenzkra stjórnmálaforingja um líf þjóð-
arinnar með því að láta afskiptalaust eða ef til vill gefa samþykki til að Bandaríkin komi
fyrir eldflaugum í herstöðvum sínum hér á landi.
Stjórnmálaforingjar og ríkisstjórn rnega vila að þjóðin hefur auga á ltvað gerist í þess-
um málum og sættir sig ekki við nein undanhrögð lengur. Verkalýðtir Reykjavíkur sýndi
1. maí í vor að hann krefst þess að staðið sé við loforðið um brottflutning hersins. Nú hafa
rithöfundar og menntamenn enn skorið upp herör. Fyrstu dagana í þessuin mánuði gáftt
þeir út blað er nefnist Herinn burt með áskorun þeirri til íslendinga sem birtist hér á eftir,
og boðuðtt 8. des. til fundar í Gamla bíó i Reykjavík þar sem samþykkt var eftirfarandi
ályktun og afhent forsætisráðherra að fundi loknum:
„Almennur horgarafundur, haldinn í Gamla bíói í Reykjavík sunnudaginn 8. desemher
vítir harðlega þann drátt, sem orðið hefur á framkvæmd ályktunar aljiingis frá 28. marz
1956 um endurskoðun herstöðvasamningsins við Bandaríkin með brottför hersins fyrir
augum. Skorar fundurinn á ríkisstjórnina að hefjast þegar handa um undanbragðalausa
framkvæmd fyrrgreindrar ályktunar alþingis. Jafnframt heitir fundurinn á íslenzku þjóð-
ina að taka öfluglega undir þá kröfu á hendtir stjórnarvöldum, að staðið verði við gefin
heit og herinn látinn hverfa úr landi, jafnskjótt og lögskilinn frestur leyfir.“
195