Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 10
EF BÖRN VÆRU AÐ LEIKA SÉR ... og kaldur af Esjunni, svo sem oft endranær. Þetta var sem sé sú vernd sem hinn 7. maí átti aS hafa bægt frá okkur hættunni af þeirri árás af hálfu hins ægilega herveldis Rússa sem stjórnar- völdin virtust hafa taliS yfirvofandi hinn 6. maí: Þrjú til fjögur hundruð syfjaðir dátar með kuldahroll í skrokknum. Já, þetta var sannarlega ömurlegur skrípaleikur. Og hefur þó verið leik- inn óslitið síðan. En við skulum vona að hann hafi nú náð hámarki. Eða hvernig í ósköpunum væri hægt að ganga lengra í fáránlegum blekking- um heldur en ábyrgir íslenzkir stjórn- málamenn gera í umræddum boðskap sínum í gær? Það var að vísu ærin ósvífni að tala um vernd í sambandi við þessa dáta þarna hinn 7. maí 1951, en núna, eftir tilkomu hinna langdrægu kjarnorkuhlöðnu eld- flauga, þá er það meira en ósvífni að tala um vernd í sambandi við þessa dáta, jafnvel þó þeir kunni nú að vera orðnir tíu, tuttugu sinnum fleiri, í slíku kemur fram svo algjör fyrirlitn- ing á heilbrigðri skynsemi, að varla getur verið sjálfrátt. En það skyldi þó ekki vera hægt að finna einhverja skýringu á því að við- komandi menn skuli leyfa sér annað eins og þetta? Það skyldi ekki vera að þeir hafi sett dæmið svona upp: Þjóð- in er bersýnilega orðin sinnulaus um hernámsmálin, hugsar sennilega lítið sem ekkert um þau, þaðan af síður að hún ræði þau af alvöru, okkur er sjálfsagt óhætt að segja við hana hvað sem er, án þess hún nenni að beita skynsemi sinni til að dæma um það hvort við tölum sem fífl eða spek- ingar. Og það skyldi ekki vera að þjóðin sjálf hafi gefiö þeim einhverja ástæðu til að álykta á þennan hátl? Við skulurn sem sé ekki loka aug- unum fyrir þeirri staðreynd, að uppá síökastið hefur sigið æ þyngri höfgi á þjóðina í þessum efnum. Og það stafar einfaldlega af því, að stöðugt hefur farið fækkandi þeim mönnum sem í ræðu og riti beita áhrifum sín- um til að þjóðin megi halda vöku sinni. Margir þeir sem áður mæltu einarðlegast gegn hernáminu hafa lát- ið æ sjaldnar til sín heyra, og ýmsir eru alveg þagnaðir. Kannski hafa þeir þagnaö vegna þess að þeir voru orðn- ir þreyttir. Kannski hafa líka ein- hverjir þeirra þagnað af svonefndum praktískum ástæðum, — kannski hef- ur farið fyrir þeim eitthvað líkt og hrafni einum sem strákar nokkrir fyr- ir austan tóku og tömdu. Hann var mjög munaðargjarn og sólginn í sæt- indi, og strákarnir gerðu það stund- um sér til gamans að gefa honum karamellur, því að þær klístruðust í goggi hans og límdu hann svo ramm- lega saman að krunnni gat með engu móti opnað hann til að krunka. Svona fóru þeir sem sé að því að svipta liann málfrelsinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.