Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 21
HALLDOR KILJAN LAXNESS Amerískir endurfundir San Francisco — Manila. November. ó ég væri hátt á þriðja ár í Norð- urameríku í æsku, kyntist ég ekki New York. Mér lék meiren lítil for- vitni á að sjá aftur þetta land þar sem ég eyddi svo mörgum skemtilegum æskudögum, og þá ekki síður þessa borg, New York, sem ég hafði aldrei kynst. Aðfinslur manna heinast að ólíkum hlutum eftir æviskeiðum. Eg geri ráð fyrir að hefði ég geingið undir skýakljúfum Nýu Jórvíkur í æsku, mundi ég hafa fundið að þess- um byggíngum þángað til þar hefði ekki staðið steinn yfir steini. Ég geri ekki heldur ráð fyrir að skýakljúfar verði taldir byggíngarlist æskumanna. Þegar mér varð geingið útúr Bar- clayhóteli morguninn eftir að ég kom, og eftir Park Avenue í áttina til Cen- tral Parks og til baka eftir Fimta Avenue, þá blasti við mér byggíngar- list sem ekki aðeins rekur mann í rogastans formálalaust, heldur er óefað rökrétt jartein þeirra þjóðfé- lagslegra máttarvalda sem einna sterkust hafa verið í veröldinni um skeið. New York, og þó sérstaklega Manhattaney þar sem skýkljúfarnir standa, er bústaður auðfélaganna miklu. Landþraung eyarinnar hefur að öðru leyti valdið því að þessi mammonsmusteri varð að reisa beint upp í skýin. Strætin hér minna á óhlutkenda mynd í flatarmálsstíl þar sem sérhver lína er fordæmd nema hin stysta milli tveggja púnkta. Skynj- un sem tamin er við formveröld nú- tímans og hið óhlutkenda en vægðar- lausa lífsstarf nútímaþjóðfélags hlýt- ur að hrífast af þessum uppáviðleit- andi línum og uppmjókkandi flötum. Stál og gler, alúmíníum og gler, kopar og gler, auk margvíslegra léttra áferð- arfallegra gerviefna, þar sem einfald- leiki er höfuðatriði og sérhver flötur verður hlægilegur um leið og farið er að skreyta hann — þessar smíðar eru sakir stórhreinlegs einfaldleika síns andstæða við alla tilgerð. Fátt er öllu fjær þeim hugsanagraut sem stjórnar- byggíngar og önnur opinber viðhafn- arhús báru vott fyrir hundrað árum, 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.