Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tryggíngar, hefur til skams tíma í Bandaríkjum verið rekið sem góð- gerðastarfsemi eða styrkt af einstakl- íngum. Meðan ég dvaldist í Ameríku að þessu sinni, leið varla svo dagur að ég væri ekki gestur í einu eða fleirum samkvæmum einsog þeim sem að ofan getur, stundum gátu þau meira að segja orðið þrjú eða fjögur á dag, og gafst mér kostur á að heilsa upp á heil félög, meira eða minni hópa manna úr ýmsum starfsgreinum eða stofnunum sem ég hafði hug á að kynnast, ellegar gesta úr ýmsum átt- um, manna með ólík áhugamál, sem gestgjafar mínir, sínu sinni hver, töldu mér bót í að kynnast. Altaf er maður ávarpaður af viðfeldinni kurteisi og spurður tíðinda af upp- gerðarlausri forvitni, aldrei farið út í þjark um neitt, en hverju svari veitt viðtaka af þeim skilníngi sem það gef- ur tilefni til, og stundum jafnvel meiri. Vitaskuld fer því fjarri, að ekki séu önnur samkvæmi í Bandaríkjunum en kokkteilpartí. Það stendur sannarlega aldrei á amríkana að kalla á gesti „fyrir lunch“ eða „fyrir dinner“. Oft hóar hann saraan kunníngjum sínum með fárra stunda fyrirvara. Þessi mat- arboð eru venjulega einföld og íburð- arlaus, það sem einkennir þau sérstak- lega er enn einu sinni kokkteillinn, að þessu sinni drukkinn áður en sest er að borðum. Ameríkumenn hafa ekki til að bera samskonar guðrækni gagn- vart göfugum drykkjum og evrópu- menn. Tíu kynslóðir voru kanski í aldaraðir að þreifa sig áfram við að brugga frægan drykk, uns leingra varð ekki náð í fullkomnum drykks- ins, enda var þá samsetníngsaðferðin komin í flokk hinna mestu leyndar- mála. Ameríkumönnum þykir gaman að sjá hver árángurinn verður ef slík- um drykkjum er helt saman og þeir síðan hristir. Þá er fátt sem kemur jafnflatt uppá byrjanda í amerískum matarveislum einsog það, þegar kokk- teilstundinni er lokið í fremrasalnum og gestum er boðið að stíga innar og setjast undir borð, þá er föst regla að hafa ekki aðra drykki á borðum en leysíngarvatn með matnum. Það nefna ameríkumenn ísvatn. ísvatn er í Bandaríkjunum slíkur þjóðdrykkur, að ýkjulítið má segja að varla sé hægt að setjast niður á almannafæri svo ekki sé þessi drykkur kominn fyrir framan mann. Ameríkumenn þekkja ekki, eða hirða ekki um að þekkja, hinn fasta tónstiga af vínum sem fylg- ir venjulegri evrópskri gestamáltíð. Síst furða þó vín- og bjórseljandi veitíngahúsum Evrópu sé þessi vatns- drykkja ameríkumanna þyrnir í aug- um. Ég gat ekki að því gert að mér varð hugsað til minna kæru landa og annarra norðurlandabúa stundum í matarveislum í Ameríku, þegar kokk- teilsteiti fremrasalarins var snögglega slitið, og mönnum vísað inn í borðsal 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.