Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 27
AMEllISKIR ENDURFUNDIR þar sein ekki var annars kostur en skvetta leysíngarvatni á bragðlauk- ana. Ekki efast ég þó um að hin amer- íska ísvatnsaðferð sé hollari en taka til við að keyra ofan í sig allar tíu víntegundirnar sem evrópskum við- hafnarmálsverði fylgja, að aperitífn- um (,,matlystaraukanum“) ógleymd- um. 1 háskólum og öðrum menníngar- stofnunum þar sem ég var gestur víðs- vegar um Bandaríkin, var venjulega skotið á viðræðufundi þegar menn höfðu verið kyntir persónulega. Þá átti aðkomumaðurinn að ávarpa hóp- inn sem slíkan með stuttri ræðu, síðan lögðu menn fyrir hann margvíslegar spurningar, hver eftir sínu höfði, til að forvitnast um skoðanir hans og þekkíngu, og fá hann til að tjá sig um þau efni sem hverjum einum þótti mestu máli skifta. Oft voru spurníng- arnar þannig að til hefði þurft meir- en í meðallagi góða alfræðiorðabók að svara þeim, en ævinlega reyndust menn jafn ljúfir og afsakandi þó fá- fræði þess sem spurður var væri mikil og svör hans eftir því. Stundum gátu slíkir umræðufundir dregist frammá nótt. Venjulega hlaut gesturinn meiri vitneskju um amerískan hugsunarhátt af ýmsum þeim spurníngum sem fvrir hann voru lagðar en þeim fróðleik svaraði er menn hlutu af honum í móti. Mér þótti mjög merkilegt hve oft ég var spurður hver væri orsök þess að ameríkumenn væru lítt virtir erlendis, menn nörruðust að þeim og hrakyrtu þá. Það er von að ameríku- mönnum sárni, að þær þjóðir, t. d. í Evrópu, sem aldrei þreytast á að sníkja útúr þeim fé að gjöf eða láni, skuli síðan nota sérhvert tækifæri sem gefst til að sproksetja þá. Oft var ég spurður um það, bæði af konum og körlum, hvort ég teldi ekki að ameríkumenn væru sjálfsagðir leiðtogar þeirra þjóða, sem þeir kalla frjálsar, það er að segja þeirra sem ekki eru undir einhverskonar sósíal- istastjórn eða konnnúnista. Aldrei. varð ég þó var við að spyrjendur fyrtust við eða misskildu ef ég svaraði því til að smáþjóðir kærðu sig ekki um sérstaka forustu af hálfu stór- velda. Forustu hlytu þær þjóðir einar að hafa, sem gæfu gott eftirdæmi í því að skipa málum til hagsbóta fyrir sérhvern þjóðareinstaklíng, tildæmis með því að útrýma fátækt, réttleysi og fáfræði. Ég kvað mér ekki launúng á því, að ég teldi skandinavísku löndin liafa forustu á undan Ameríku í þesSu efni: land einsog t. d. Svíþjóð væri miklu nær því að hafa útrýmt fátækt en Ameríka. í annan stað vildi ég halda fram þeirri skoðun að eingin þjóð gæti haft forustu í heiminum nema hún bæri ægishjálm yfir aðrar þjóðir í andlegum og menníngarleg- um afrekum. Smáþjóðir mundu aldrei viðurkenna herveldi af neinu tagi sem forustuþjóð, slíkt væri að virða hnefa- 217
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.