Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR réttinn. Ég varð aldrei var við annað en að ameríkumenn sem ég átti tal við tækju þessu smáþjóðasjónarmiði af skilníngi; þegar farið var að ræða málið nánar, þá liættu þeir að staglast á forustuhlutverkinu. Æ og ævinlega var ég intur svars uin herstöðvar á Islandi, hver væri af- staða okkar til þeirra. Ég svaraði ævinlega því sama: óvildar gagnvart amerísku þjóðinni eða amerískum einstaklíngum yrði ekki vart á ís- landi; afturámóti hlyti sú staðreynd að liggja öllum sæmilegum mönnum í augurn uppi, að óheppilegt væri að erlendir herir sætu í framandi löndum á friðartímum. Ég vitnaði oft til um- mæla Johns Fosters Dullesar um vandamál sem því væru samfara að hafa amerískt setulið á íslandi, því þó þar væru ekki nema 6.000 hermenn útlendir svaraði það til þess að Bandaríkin hleyptu inn í land sitt 6 miljónum útlendra hermanna: jafnvel þó þið elskuðuð Kínverja, munduð þið síður vilja hafa 6 miljónir þeirra í einkennisbúníngum, gráa fyrir járn- um, á bökkum Missisippifljóts. Þó ég svaraði þessum spurníngum ameríku- manna um herstöðvamálið stundum oft á dag, bæði við einstaklínga og fyrir áheyrendahópum af ýmsri stærð, þá heyrði ég aldrei rödd sem tæki á máluin þessum af ofstæki eða skiln- íngsleysi; öðru nær. Yfirleitt fanst mér mjög lærdóms- ríkt að heyra hve ameríkumenn eru umtalsfrómir um aðra. Þeir draga ekki dul á að þeir séu hræddir við rússa. Samt heyrði ég ekki talað af meiri kulda um ýmsar glefsur úr al- þjóðlegum ræðum Khrústsjofs en sumar aðgerðir Dullesar í alþjóða- málum. Hvernig sem á því stóð rakst ég aldrei á einstaklíng né lenti í nokkrum hópi manna þar sem talað væri af samúð um stefnu Dullesar í utanríkismálum. Stundum var ég eini maðurinn í heilum hóp, sem af kurteisi var að reyna að bera eitthvað í bætifláka fyrir karlinn. Hvar sem ég hef farið um meðal amerikana á landi og sjó fyltust menn jafnan góðfúslegri forvitnisöfund þegar þeir heyrðu að ég ætlaði til Kína. Sú staðreynd að þeim væri meinað að fara þángað sjálfum gaf þeim enn eitt kærkomið tilefni að hella úr skálum reiði sinnar yfir Dul- les karlinn. Ég heyrði hvergi í Amer- íku sagt orð til ámælis kínverjum eða Kínaveldi né nokkursstaðar talað um þetta ríki líkt því sem um óvinaríki væri að ræða. Aðeins heyrði ég aftur og aftur talað af lítilli virðíngu um einn kínverja, jafnvel af ótrúlegasta fólki, svosem miljónamæríngum, hefðarfrúm og herforíngjum, en sá inaður var ekki Maó Tse Túng einsog næst liggur að halda, heldur Sjang Kæsjek aumínginn. 218
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.