Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR var, að hann læsi þjóðhagsfræði, og var komið fyrir á heimili afa síns, Ole Bangs læknis, sem var efnaður mað- ur. Engan sérstakan áhuga sýndi hann á náminu. Hinsvegar einbeitti hann óstjórnlegu tápi sínu, er var eitt hekta skapgerðareinkenni hans (þýzki rit- handarfræðingurinn Langenbruch kvaðst ekki hafa séð tápmeiri rithönd en rithönd Bangs, frá því Napóleon leið), til undirbúnings viðtöku í Kon- unglega leikhúsið. Þó fór svo, að sú tilraun misheppnaðist, þareð hæfi- leikar hans til að tjá leikræna skynj- un sína í lifandi verum hrukku ekki til. Styrktarstoð hans féll frá, árið 1877, og sneri þá Herman Bang baki við námi fyrir fullt og allt, en fram- fleytti sér með blaðamennsku og öðr- um ritstörfum. Herman Bang, sem átti eftir að verða einkennandi fulltrúi náttúru- stefnunnar í Danmörku, sneri sér á námsárunum allmjög að Frakklandi, sem og eðlilegt var, því þar hafði ein- mitt verið á döfinni gagnger endur- nýjung innan bókmenntanna. í rit- gerðasafninu „Realisme og Realist- er“, er hann sendi frá sér árið 1879, aðeins tuttugu og tveggja ára gamall, leggur hann fram hrífandi skilgrein- ingu á Balzac, Flaubert og Zola, er ásamt Guy de Maupassant og Gon- court-bræðrunum áttu eftir að hafa mikla þýðingu fyrir hann. Af norður- landarithöfundum urðu þeir Daninn Vilhelm Topsöe og Norðmaðurinn Jonas Lie honum til lífvænlegs inn- blásturs. Með skáldsögunni „Háblöse Slægt- er“, árið 1880, er skrifuð var sem natúrölsk saga um ættgengi og með lögmál úrkynjunarinnar að megin- efni, tryggði Herman Bang höfundar- nafn sitt örugglega, jafnframt því sem hann sór sig sem listamaður í ætt við franska lærifeður sína — en áhrif þeirra voru ekki síður auðsæ í næstu skáldsögu hans, „Fædra“, 1883, sem leiðir hugann að skilgreiningum og lýsingum þeirra Goncourt-bræðra. Ýmis markverðustu verk Hermans Bangs eru frá tímabilinu 1886—1890. Skáldsögurnar, „Stuk“ (1887) og „Tine“ (1889) — hin síðari að nokkru leyti hliðstæð „La Débácle“ eftir Zola — standa þó varla fremst- ar; miklu heldur sumar smásagnanna, þar sem listræn einkenni hans virðast njóta sín hvað bezt. í mannlýsingum hefur Herman Bang naumast látið frá sér fara annað glæsilegra en söguna „Ved Vejen“ (í safninu „Stille Eksi- stenser“). Aðalsöguhetj an. Kathinka Bai, er ein þeirra aumu og varnar- lausu lífvera, sem áttu samúð Bangs óskipta og Goncourt-bræðurnir tóku ósjaldan til meðferðar. Þessi frábæra saga minnir mann á fleiri en einn veg á „Une Vie“ eftir Maupassant og Emmu Bovary Flauberts. Mótvægi hinnar fíngerðu Kathinku er maður hennar, stöðvarstjórinn, eigingjarn og hrjúfur, sem Herman Bang auð- 228
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.