Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 41
THOR VILHJÁLMSSON
Hugleiðing um geómetríska abstrakt-sýn
Maður sat í blámáluðum veitinga-
sal, hvítt loft með múrhöggi á
mótunum en gólfið var sett rauðum
og gulum tíglum. Nef mannsins var
langt og mjótt, hið lóðrétta strik nið-
ur með speglandi grunnflötum ósýni-
legra sívalninga sem gengu inn í sál-
arhimin mannsins til þess að bera í
æðum sínum sýnir heimsins inn í bláa
gleymsku sálarinnar. Þessir spegil-
næmu grunnfletir voru eins og af-
velta átta að gliðna sundur í miðj-
unni: maður með gleraugu, hugsaði
einhver skoðandi náttúrlegra fyrir-
bæra sem gekk framhjá. Varir þessa
manns sem sat við borð voru saman-
þvingaðar í lárétt strik eins og
sprunga í klettadranga sem tröll brá
á sigð sinni í heift, hökuskarð sem
lóðrétt árétting þessum teiknum.
Þannig var andlit mannsins með engu
lesmáli heldur bara þessum furðu-
legu prentmerkjum líkt og síða í bók
sem ruglaður prentaralærlingur setur
saman til þess að tortíma bókmennt-
um heimsins í eitt skipti fyrir öll.
Og sat við borð að horfa á háa og
mjóa konu með svarta loðna húfu af
kósakkaforingja sem fór svo geyst
fyrir mönnum sínum í eldmóði or-
ustu meðan máninn skondraðist á
undan hófum hestanna á ísnum að
hann féll af baki og lá heilinn úti í
rjúkandi rauðum polli eins og þykk
útáhelling til að kæla hitann. Hún
skrifaði látlaust, penni hennar teikn-
aði óstanzlega sínar meiningarfullu
píróettur á gljáandi svellin með lítil
augu hennar yfir blöðunum eins og
guðleg forsjá horfi úr fjarska niður á
verk mannanna, og á borðinu fyrir
framan hana voru margir gagnsæir
formlausir sellófanpokar með gulleit-
um kartöfluflögum söltuðum. Það
stirndi á saltkornin líkt og frostagnir
á vegi þegar hallar björtum vetrar-
degi í kyrrð.
Lifandi ósköp skrifar þessi kona,
hugsaði maðurinn og gretti sig.
Síðan tók hann lítinn tréstöngul úr
hvítum glerbauk með blárri rönd efst
sem stóð á borðinu, og stangaði kurt-
eislega úr tönnunum.
Hví skrifa ég ekkert, hugsaði hann
231