Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Page 41
THOR VILHJÁLMSSON Hugleiðing um geómetríska abstrakt-sýn Maður sat í blámáluðum veitinga- sal, hvítt loft með múrhöggi á mótunum en gólfið var sett rauðum og gulum tíglum. Nef mannsins var langt og mjótt, hið lóðrétta strik nið- ur með speglandi grunnflötum ósýni- legra sívalninga sem gengu inn í sál- arhimin mannsins til þess að bera í æðum sínum sýnir heimsins inn í bláa gleymsku sálarinnar. Þessir spegil- næmu grunnfletir voru eins og af- velta átta að gliðna sundur í miðj- unni: maður með gleraugu, hugsaði einhver skoðandi náttúrlegra fyrir- bæra sem gekk framhjá. Varir þessa manns sem sat við borð voru saman- þvingaðar í lárétt strik eins og sprunga í klettadranga sem tröll brá á sigð sinni í heift, hökuskarð sem lóðrétt árétting þessum teiknum. Þannig var andlit mannsins með engu lesmáli heldur bara þessum furðu- legu prentmerkjum líkt og síða í bók sem ruglaður prentaralærlingur setur saman til þess að tortíma bókmennt- um heimsins í eitt skipti fyrir öll. Og sat við borð að horfa á háa og mjóa konu með svarta loðna húfu af kósakkaforingja sem fór svo geyst fyrir mönnum sínum í eldmóði or- ustu meðan máninn skondraðist á undan hófum hestanna á ísnum að hann féll af baki og lá heilinn úti í rjúkandi rauðum polli eins og þykk útáhelling til að kæla hitann. Hún skrifaði látlaust, penni hennar teikn- aði óstanzlega sínar meiningarfullu píróettur á gljáandi svellin með lítil augu hennar yfir blöðunum eins og guðleg forsjá horfi úr fjarska niður á verk mannanna, og á borðinu fyrir framan hana voru margir gagnsæir formlausir sellófanpokar með gulleit- um kartöfluflögum söltuðum. Það stirndi á saltkornin líkt og frostagnir á vegi þegar hallar björtum vetrar- degi í kyrrð. Lifandi ósköp skrifar þessi kona, hugsaði maðurinn og gretti sig. Síðan tók hann lítinn tréstöngul úr hvítum glerbauk með blárri rönd efst sem stóð á borðinu, og stangaði kurt- eislega úr tönnunum. Hví skrifa ég ekkert, hugsaði hann 231
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.