Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Blaðsíða 49
HEIMIR STEINSSON
Erfiðislaun
IMM hundruð krónur!
Þrír eggsléttir, gljáandi hundrað-
krónuseðlar, sextán tíkallar, þar af
sjö nýprentaðir, átta þvældir og einn
þrílímdur með rykbrúnum límpappír,
yfirkominn af ofnótkun, en tíkall samt
og troðfull selskinnsbudda af smá-
mynt, túköllum, krónupeningum,
fimm, tíu og tuttuguogfimmeyringum,
með kórónu hans hátignar á misjafn-
lega vel fægðri afturhliðinni.
Fimm hundruð krónur!
Heilar fimm hundruð krónur, varð-
veittar í vandlega sútaðri leðurskjóðu
með þrílitu fyrirbandi, sem brugðið
er um háls honum og heldur uppi pos-
anum við brjóstið innan undir ein-
skeftuskyrtunní.
Á vangamjúkt leður skjóðunnar
eru ritaðir upphafsstafir hans, sem
féðá: Á. Þ.
Fimm hundruð krónur!
Þúsundir og aftur þúsundir af
svitadropum liggja og storkna undir
gróandi þökunum á Nýræktinni, leka
niður lúð handföng og gljábrúkaðar
eggjar ristuspaðanna, vökva puntsin-
una í fláá sniddukantana umhverfis
vegabót kaupstaðarins, blandast iðu-
köstum árinnar undan Nýjubrú, væta
vanþurrkaðan heyruddann í kapp við
síðsumarrigninguna, drjúpa af mó-
leitum lyskrunum niður í bersleginn
svörðinn, verða að samfelldri spora-
slóð fjögurra ára, fjögurra djöful-
legra ára.
Fimm hundruð krónur!
Nístandi, sleitulausar þrautir í mjó-
hryggnum, líkt og rekinn sé glóandi
teinn gegnum mænugöngin, hefjast
með vaxandi þreytudofa á kvöldin,
teygja sig brátt frá kvöldinu aftur til
hádegis og fram til næsta morguns,
spanna um síðir allan sólarhringinn
og valda stöðugri kvöl. Það er erfitt
að stúfa saltsíldina í tvær hæðir eða
jafnvel þrjár. Það tekur líka í klærn-
ar. Fingurnir kreppast. Þreytan
breiðist út frá handarvöðvunum og
úlnliðunum svipuð lækjarsprænu,
sem á upptök sín í gómunum, er lítil í
öndverðu, en vex afl fyrir tilstyrk
margra aðfallandi lækja, glingrar um
olnboga, þyngist í upphandleggjum,
239