Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 51
ERFIÐISLAUN kippir honum úr því, flytur hann í nýjan heim, heim draumsins, sem er sífagur. Honum fer líkt og manni, sem á báti ofan skolgrátt jökulfljót lukt uppblásnum mókollum, sandflesjum og skriðuföllum ber úrleiðis inná lygnt og tært bergvatnsaðrennsli með grasi vöxnum hólmum, gulum blóm- um við bakkana, en marglitum stein- um á botni, þó aldrei fjær fljótinu sjálfu en svo, að hann heyrir nið þess og er sér tilveru þess meðvitandi. * Þórlyndur Vatnarsson, skillítill skektueigandi vestan úr Fjörðum, fluttist til Ingimundarvíkur laust fyr- ir síðustu aldamót. Ýmsir höfðu fyrir satt, að hann væri óhappamaður að úrhófi, enda sérlegur í háttum, verkmaður lítill og óráðþæginn. Sjóróðrum hans vestra hafði lokið með skipbroti undan klettum, áttæring sínum hafði hann týnt í öldurótinu, en fimm komizt af og Þórlyndur sá sjötti. Upp frá því sótti að honum óyndi í átthögunum, og lauk svo, að hann flosnaði upp og settist að þar sem fyrr er frá sagt. Eignir átti Þórlyndur engar að frá- talinni ofangreindri skektu, konu og þremur börnum, þar af dreng á ell- efta ári. Söluverð harðbalajarðar sinnar vestra galt hann fyrir Bugtina, en svo nefnist malarborinn vogur, sem skerst inní vesturströnd Ingi- mundarvíkur utanverða, þakinn TÍMAHIT MÁLS OG MENNINGAR 241 nokkrum lófastórum jarðvegshnaus- um vöxnum punti og ýlustrái. Á þeim árum stóð gneypur tveggja bursta torfbær í Bugtinni á mörkum flatlend- is og brekku. Sneri hann panelþiljum fram á voginn, og yfir sumartímann markaði fólkið handan víkurinnar rismál á endurskini morgunsólarinn- ar í Bugtarglugganum, ábúendur Bugtarinnar aftur á móti miðjan aft- an á ljósstöfum sólarspegilsins í gler- rúðum austurbæjanna. Þann enda bæjarins, sem aftur horfði, studdu engir veggir, en gróin brekkan reis sniðhallt upp með lausholtum hliðar- hleðslunnar, burstirnar námu við flá- ann, og tilsýndar virtist bærinn hafa verið rekinn af afli inn í slakkann. Grasið óx ofan hlíðina og fram á bæ- inn, en börn Þórlyndar tóku snemma upp þann hátt að leika sér að hús- dýrabeinum á þekjunni. Hér hóf Þórlyndur búskap að nýju, aflaði sér nokkurra kinda, rauð- skjöldóttrar unglingskvígu og tveggja hrossa, en hann var reiðmaður með afbrigðum. Á skektunni reri hann til fiskjar, þegar gaf, og kom heim með þorsk, steinbít og kola. Þó að ekki væri hátt til mænis í Bugtinni, entist fall fram af burstinni einu barni Þórlyndar til dauða. Þetta var dökkhærð telpa á fjórða ári, brúneyg með tvo örsmáa spékoppa í kinnum. Bros hennar hafði löngu öðl- azt frægð meðal mæðra í nágrenn- inu. Daginn, sem hún var jarðsungin, 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.