Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 85
BOKIN INNGONGUHLIÐ HEIMSINS hlutur, og hann leggur hana aftur frá sér, hann getur ekkert með hana gert. Hann stendur úti fyrir bókabúð, og þessir gulu, grænu, rauðu, hvítu fer- hyrntu hlutir með gullþrykktum kili eru í hans augum málaðir ávextir eða ilmvatnsflöskur læstar bak við gler, sem byrgir inni ilminn frá þeim. Það eru nefnd í eyru hans hin helgu nöfn Goethe, Dante, Shelley, og hann er jafnnær, þau eru aðeins dauð orð, holur, merkingarlaus hljómur. Hann þekkir ekki, vesalingurinn, þá sterku hrifningu, sem allt í einu getur brot- izt fram úr einni bókarlínu eins og silfurbjartur máni fram úr dauðu skýjaþykkni, hann þekkir ekki hina átakanlegu reynslu, þegar skráð örlög verða allt í einu lifandi veruleiki hið innra með manni. Hann lifir gersam- lega innilokaður í sjálfum sér, af því að hann þekkir ekki bókina, sljóvu heilisbúalífi, og — spyr ég sjálfan mig -— hvernig er hægt að afbera slíkt líf, einangrað frá heildinni, án þess að veslast upp? Hvernig er hægt að afbera það að þekkja ekkert nema það, sem auga eða eyra nemur af til- viljun, hvernig er hægt að draga and- ann án þess heimslofts, er frá bókun- um streymir? Ég reyndi æ betur að setja mér fyrir sjónir aðstöðu þess manns, sem ekki kann að lesa, manns, sem lokaður er úti frá heimi andans, ég leitaðist við að skapa mér eftirlík- ingu af lífsháttum hans á svipaðan hátt og vísindamaðurinn reynir að endurskapa úr leifum staurahýsis lífs- háttu stutthöfða eða steinaldarmanns. En ég gat ekki skrúfað mig aftur á bak inn í heila manns, inn i hugsunar- hátt Evrópumanns, sem aldrei hefur lesið bók, ég gat það engu fremur en heyrnarlaus maður getur töfrað fram í hug sér tónlist eftir lýsingu. En úr því ég gat ekki sett mig í spor ólæsa mannsins, reyndi ég til glöggv- unar að gera mér í hugarlund mitt eigið líf án bóka. Ég reyndi þannig fyrst að hugsa mér stundarkorn brott- numið úr æviferli mínum allt það, sem ég hafði sótt í ritaða geymd, einkanlega bækur. En ekki einu sinni það var mér gerlegt. Því að það, sem í vitund minni var mín eigin vera, líkt og leystist algerlega upp, þegar ég reyndi að skilja frá henni þá þekk- ingu og reynslu, þann tilfinningakraft heimsskynjunar minnar og sjálfs- skynjunar, er ég hafði þegið til við- bótar eigin reynslu frá bókum og menntun. Sama var, um hvaða hlut, um hvaða efni ég reyndi að hugsa, við allt voru bundnar minningar og reynsla, sem rekja mátti til bóka, og hvert einstakt orð varð til að rifja upp það, sem ég hafði lesið og lært. Þegar ég t. d. minntist þess, að ég var nú á leið til Alsírs og Túnis, fram- kallaði orðið Alsír eldsnöggt og skýrt óteljandi hugsanatengsl — Karþagó, Baalsdýrkun, Salammbo, atriðið úr sögu Livíusar, er Púnverjar og Róm- verjar, Scipio og Hannibal, mætast 275
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.