Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Side 101
EINMANA MAÐUR ? afieins hajt lítifi skot út aj jyrír mig og haldið áfram afi vinna. Chaplín lauk ekki við að skeyta Sviðljós fyrr en undir liaust 1952. Kvikmyndin var ekki kímileg örlagasaga eins og Monsieur Verdoux né heldur örlagaþrungin kímni- saga eins og Kona jrá París. Hún var ó- menguð örlagasaga, allt að því harmsaga. Og í fyrsta skipti birti Chaplín andlit sitt nakið án þess að setja upp nokkra grímu. Þessi nýja mannlýsing hans var algerlega óháð fyrri hlutverkum, að minnsta kosti ef undan eru skilin nokkur loddarabrögð í at- riðum þeim sem gerast í fjölleikahúsum. Myndin Sviðljós gerist í Lundúnum 1914 og er næstum einvörðungu bundin við fjöl- leikahúsin án þess að vikið sé að styrjöld- inni eða ensku þjóðfélagi í heild. Chaplín birtist sem Calvero, fjölleikari sem kominn er til ára sinna og getur nú ekki lengur komið áhorfendum sínum til að hlæja, þótt hann hafi áður notið frægðar og auðs. Hon- um gengur æ erfiðlegar að ná í hlutverk. Hann býr í tveimur herbergjum í matsölu- húsi handa listamönnum. Hann hefur van- ið sig á að drekka meira en góðu hófi gegn- ir til þess að gleyma og herða upp hugann áður en hann birtist síðustu áhorfendum sínum. Kvöld nokkurt, er Calvero kemur heim full drukkinn, tekur hann eftir gaslykt í stiganum. Hann brýzt inn í herbergi þar sem Terry hin unga (Claire Bloom) hefur reynt að svipta sig lífi. Hún bjargast, og Calvero kemur henni fyrir í öðru herberg- inu hjá sér. Hann fær að vita hvers vegna hún reyndi að fremja sjálfsmorð. Terry hafði látið sig dreyma um að verða mikil dansmær. En hún hafði lamazt í fótum, og draumurinn getur aldrei rætzt. Calvero tendrar nýtt lífsþrek í ungu stúlk- unni. Hann sýnir Terry fram á það að löm- unin er ímyndun einber. Dansmærin nær fullri heilsu og fær verkefni hjá stórum dansflokki, og þar býðst honum einnig óverulegt skophlutverk. Dansinn færir Terry frægð, og hún biður Calvero um að giftast sér. En honum finnst hann vera orð- inn of gamall, og hann heldur að hún sé ástfangin í tónskáldinu unga Neville (Sidn- ey Chaplín, sonur hans). Hann svarar henni engu, heldur hverfur og slæst í hóp með heldur óhrjálegum hópi götuleikara. Skömmu síðar rekst Terry aftur á Cal- vero. Hún er orðin frægur eindansari og fær forstjóra stórs fjölleikahúss til að koma upp góðgerðasýningu, þar sem Calvero á að fara með eitt hlutverkið. Hann býr sig undir það af mikilli vandvirkni. Asamt gömlum félaga sínum (Buster Keaton) sýn- ir hann ýms snilldarleg atriði og kemur m. a. fram sem flóatemjari, heimspekilegur umrenningur og mistækur fiðlusnillingur. Leikur hans vekur feiknarlega hrifningu. Það er svo að sjá sem Calveros bíði nýr frami. Samkvæmt áætlun lýkur hann leik sínum með því að detta ofan í hljómsveitargeilina. Það gerist svo óvænt að hrifning áhorfenda nær hámarki. En gamli maðurinn kemst ekki upp úr bumbunni stóru sem hann fest- ist í. Veilt hjartað hefur ekki þolað margra ára erfiði og áfengisneyzlu. Skopleikarinn gamli er borinn út að tjaldabaki, og þar deyr hann meðan Terry dansar á sviðinu og vekur nýja hrifningu. Þegar atburðarásin ein saman er athuguð kann Sviðljós að minna á hina tilfinninga- sjúku leiki sem tíðkuðust um síðustu alda- mót. Söguhetjurnar tvær virðast algerlega óháðar umheiminum, en það stafar af ein- angrun þeirri sem Chaplín hafði verið neyddur út í og gefur hugmynd um hana. En hvað sem þessu líður er Sviðljós sönn harmsaga í anda Shakespeares, algild og mennsk í viðhorfum sínum, túlkun og inni- leik. Myndin birtir okkur fyrst og fremst 291
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.