Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 150

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Page 150
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR honum og þessvegna er hann ekki, þótt heilbrigður sé og hresssilegur, það afl sem nægi til að losa drenginn undan ofurvaldi móðurinnar. Einar eldri, dauðanum vígður, krabbameinssjúklingur, verður því sá póll- inn, sem athygli drengsins beinist að undir fargi einsemdar og orðræðna kvennanna í eldhúsinu. Og um það fjallar sagan, sögð af hugarró og hlutlægni, í fyrstu persónu. Fyrstapersónufrásögnin fellur einkar vel að hlédrægri athyglinni sem er líkt og sívökult auga bakvið alla söguna. Þessi vinnubrögð (eða heimspeki?) eru hér orðin miskunn- arlaus svo að við jaðrar sadisma. Hvergi er slakað til fyrir vanahugsun né óskhyggju og sagan þokast fram hægt og þjakandi, persónumar verða allar sem ein lifandi og nákomnar manni. Þessi saga er hæversk skýrsla um mikla sálarraun unglings á mótunarskeiði. Samt beinist hún ekki innávið um of, hefur litla tilhneigingu til að líta á manneskjuna ein- angraða og án félagslegra tengsla, þvertá- móti er samband persóna og umhverfis skýrt og greinilegt — og einsemdin þrá eft- ir félagsskap og öðrum stöðum: „Mamma var jafn-róleg og áður, túnin, garðarnir, tóftirnar og húsin jafn-hljóð og áður; vindurinn hinn sami. Aðeins ég fann til ókyrrðar; fann til saknaðar þegar ég hugs- aði um hvitglampandi bílinn þjóta ein- mana um hraunið á leið sinni til Reykja- víkur.“ Það er vítahringur umhverfis og þess fólks, sem skilið hefur verið eftir í kyrr- stöðu þegar atvinnuhættirnir fluttu sig til og þróuðust, sem er umgerð þessarar sögu. Og ætli mynd þessarar bókar rísi ekki að baki mörgum þeirra, sem flutt hafa til höf- uðborgarinnar á síðari árum. Guðbergur virðist semsagt hafa fundið sér veginn þrátt fyrir allt og satt að segja er mér til efs að út hafi komið á þessu landi öllu betra byrj- andaverk á sviði skáldsagnagerðar. Bókin skríður öll út í málvillum, sem koma þó engan veginn eins mikið að sök og oft er með slíkan óþverra. Er það útaf fyrir sig athugandi fyrir þá, sem halda að stíll sé ekki víðtækara hugtak en málfar. Þ.Þ. Jónas Árnason: Sprengjan og pyngiom Heimskringla. Reykjavík 1962. ók Jónasar Ámasonar, Sprengjan og pyngjan, hefur að geyma 26 greinar og ræður sem höfundur birti og flutti á tímabilinu 1947—1960, eða allt frá því hann flutti í útvarp hinn rómaða þátt um Keflavíkurflugvöll og fram til þess er hann flutti á vegum hernámsandstæðínga 1960 ræður þær er standa síðastar á bókinni. Telja má því víst að mikill þorri lesenda þessarar bókar kannist við efni hennar frá fyrri tíð, en eingu að síður er mikilsverður feingur hverjum þeim er hefur hana með höndum að eiga ritgerðir þessar við hönd- ina saman komnar í einn stað. Mestur feingur er þó að lesa bókina frá orði til orðs, því ég get kinnroðalaust fullyrt að boðskapur hennar á erindi inní hvert hús á Islandi. Það kostar ekkert erfiði að lesa hana, hún er eins ljós og lipur að gerð sem verða má; en það kostar hinsvegar allmikla forherðíngu og geipilegan dómgreindar- skort að lesa hana án þess að verða snort- inn fyrir þann sannleik margan er í henni felst. En í þessari hugleiðíngu ætla ég mér ekki þá dul að kynna né rekja ýtarlega efni bókar Jónasar Ámasonar og enn síður treysti ég mér að gera upp á milli einstakra kafla hennar. Meðal þeirra sem skrifað hafa og rætt um stjómmál og önnur þjóðmál að undan- förnu mun leitun á öllu hvassari penna en 420
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.