Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 12
Tímarit Máls og menningar dæmum, eins og farið sé eftir boð- orði síra Arna Þórarinssonar, að það þýði ekkert að tala við Guð eins og skynsaman mann, heldur eins og barn eða hreinan óvita. Eflaust er ekki til annars ætlazt en „sálmarnir“ séu gamansemi og því verður ekki neitað að létt er slegið á strengina og einn blær yfir öllu og stundum skemmtilega einfaldar samlíkingar og einstaka fallegt kvæði (XXVII. sálmur), en alltof víða bláþráðótt spunnið, svo að smekkvísin deyr út. Og stendur ekki í helgum fræðum að eigi skuli leggja nafn guðs við hé- góma? En Matthías segir á einum stað skemmtilega um Ijóð sín: Eg opna hjarta mitt, þetta innmúraða búr ljóða minna og sendi þau eins og fugla út meðal fólksins — veit að sum þeirra eiga í vök að verjast eins og snjótittlingarnir í hvítu kófi janúarbyljanna. Onnur skipta sér niður á bæina eins og hrafninn. Síðasti flokkurinn í bókinni nefn- ist Friðsamleg sambúð, þar sem haf- ið sjálft og tímans haf og hætturnar á þeim höfum, skerin sem steytt er á sífelldlega, er haft fyrir augum í einu, vissulega skáldlegt yrkisefni, ef fast væri á því tekið, en verður lítið ann- að en hljóðbær straumur orða, án dýpri kenndar, og á straumnum sjást á lauslegu reki ógnleg nútímatákn, at- ómsprengja, eldflaugar, slitin úr tengslum við merkingu sína, óraun- veruleg, svo að eftir er loftkennd fílósófía sem engan snertir. Þó er eins og leynist einhver grunur um hættur sem geti verið alvarlegar, og vakið hefur þessar hugleiðingar, og gefur hugboð um að skáldið eigi eftir að skynja veruleikann dýpra. En höf- undur nýtur sín hvergi frjálslega nema í gleði yfir náttúrunni. / mannabyggð eftir Böðvar Guð- mundsson. Þetta unga skáld hefur gefið út eina ljóðabók áður, Aust- an Elivoga (1964). Hún bar með sér vandvirkni og þroskað málfar, en ef dæma má eftir upphafskvæði henn- ar, er eins og skáldinu hafi fundizt að verki loknu, að hann hafi siglt þar fremur „ládauðan sjó“, en kvæðið hefst svona: Nú heyri ég loksins brimið reiðri raust rífast við dumban klett, heyri skyggða voga lifna og brjóta lognmollunnar fjötur. Og þetta gætu einmitt verið einkunn- arorð hinnar nýju bókar, I manna- byggð. Skáldið er komið í upp- reisnarham, skap hans tekið að ólga, meiri æskubragur á kvæðunum en áður, meiri tilbreytni og hljómur í röddinni, en sinnt minna um vand- virkni hvað þá nostur við formið, lausir hættir, málfarið hispurslaust 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.