Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 14
Tímarit Máls og menningar önnur samþjöppuS í örfáar hending- ar eða allt niður í hljóðtákn, að dada hætti. Eitt hinna stytztu nefnist Vor og er þannig: Blátónar þrastarins hitta vatnið, loftbólur kippast við, leita upp, springa. Skáldið mótar kvæðin algerlega að sínum hætti, fylgir engum settum reglum, og lesandanum eru settir þeir kostir að sjá og skynja með skáldinu eða fara alls á mis ella. Mörgum sem vanir eru greiðari leiðum kann að finnast hús skáldsins læst með slag- brandi og þurfi kjark til að brjótast þangað inn, en getur lika verið þess vert til að skyggnast um inni eða fá nýja útsýn úr turni, þó að verði að þræða sig áður upp nokkra vindu- stiga. Þessi ljóð gefa nýtt viðhorf og að jafnaði sterka mynd og eru ekki nærri eins óaðgengileg og virðast kann í fyrstu. En þau eru ekki til að útskýra, heldur verða menn sjálfir að leita þar skilnings eða áhrifa. Það er í þessum kvæðum skörp sjón, sterk tilfinning, efasemdir og heit spurn. Hitt er annað mál hvort þau myndu ekki vinna á því að vera sett fram á ljósari eða einfaldari hátt. Mörg kvæðin hafa hvassa skírskotun til nú- tímamannsins: Fótspor í Buchenwald, Evrópa, Afturhvarf hryggdýranna o. fl. Eitt ljóðanna í óbundnu máli hef- ur fyrirsögnina eða upphafið: Hvað mælir tunguskorinn fyrir daufum eyrum? Ilvert ber mig fóthöggvinn um eyðistig? Þar er spurt: ... „Hve lengi, hve lengi hef ég reikað um þessa mold- brúnu eyðimörk og látið firðina næða gegnum barminn, í sömu spor- um! Kemst ég þá aldrei til byggða, aldrei þar sem lindin sprettur fram og golan strýkur björkinni um vang- ann, kemst ég aldrei að grátunum ? Hve lengi ... Fram sléttuna, gegnum tímann, gegnum húmið, fram skýbreiðurnar þar sem hrúðurkarlarnir sitja á hæg- indi og varpa skuggum. Þar er varð- an, bakvið tómið, bakvið rúmið, með auga falið undir svörtu skyggni.“ Af þessu yfirliti má sjá að Ijóða- bækurnar í fyrra gefa allfjölbreytta og andstæðuríka mynd af íslenzkri ljóðagerð. Ef við bætum því svo við til hliðsjónar að út kom Rímnasafn, valið af Sveinbirni Beinteinssyni, þar sem gefin eru sýnishorn af rímum frá upphafi og fram til ársins 1960, mega Ijóðabækurnar á árinu sannar- lega gefa efni til íhugunar, og liggur þá næst að spyrja: Getum við af þess- um bókum gert okkur hugmynd um, hvar íslenzk ljóðagerð er stödd, hver er fjölbreytni hennar og hvert hún stefnir? 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.