Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 17
ar til að halda ljóðinu uppi eða finna því nýjan grundvöll. Sér til skjóls og varnar í þessari veiku aðstöðu leita sum skáldin í endurminningar bernsku sinnar. skjótast undir bæjar- vegginn heima, eða þau leita til nátt- úrunnar, þenja út brjóstið í fjalla- þeynum eða í fjörusandinum móti hafgolunni, eða kalla fram úr fylgsn- um hins innra einhver brotabrot af sjálfum sér, einhverjar óljósar kennd- ir til að verma sig við. Gagnvart um- hverfinu standa þau að öðru leyti fremur ráðþrota. Gagnrýni þeirra er óákveðin, hikandi, óbeinskeytt. Helzt kemur til að mynda skap í Jón Oskar þegar hann tekur svari ljóðsins gagn- vart skynsemi eða vísindum, en trú sú er hann játar ljóðinu, og eflaust er sönn, er þó fremur eins og tekin að erfðum, drukkin í sig með móður- mjólkinni, en staðfest með nýju valdi yfir heiminum eða afli ljóðsins sjálfs. Ljóð Baldurs eru í mjög óútsprungnu formi, sterkur vísir, lengst gengið í þá nýtízkuátt að læsa ljóðið í skríni sem enginn hefur lykil að nema skáld- ið sjálft. Jafnvel Ijóð Jóns Óskars sem er þroskað skáld bera merki til- rauna, eru leitandi í formi, sjaldnast hiklaus og stílhrein. Böðvar er óráð- inn, ungæðislegur, rétt að brjótast út úr skurninni og ekki enn hægt að sjá livaða ungi kemur úr egginu. Eins eru þeir sem yrkja í hefðbundnum stíl leitandi fyrir sér, sjaldnast fasta- tök á efni eða formi né rammur alda- íslenzk Ijóðagerð 1966 safi, eins og gleggst má finna ef bor- ið er saman við ljóð Jóns Helgason- ar. Hjá Matthíasi Johannessen er los- aralegur bragur, lítill vilji til að skyggnast undir yfirborð hlutanna. Það er eins og skáldskapurinn sé að meira eða minna leyti, jafnvel á heimaslóðum, slitinn upp úr jarðvegi sínum. III Ung skáld liafa komizt að þeirri niðurstöðu að þau verði að tjá sig í nýju formi eða réttara sagt, yrkja í nýju formi. Það er ekki nema eðlilegt og ekki nýtt í sögunni. Þó að ekki sé farið lengra aftur í tímann en til Fjölnismanna hefur hver kynslóð af annarri lyft nýrri öldu í bókmennt- unum, borið fram nýjar hugmynd- ir og einatt að einhverju leyti í hreyttu formi, tileinkað sér nýjar stefnur, erlenda hætti og yrkisað- ferðir eða endurnýjað það sem fyrir var. Og þegar litið er yfir bókmennta- öldurnar í þjóðasögunni hefur einatt verið spurt, hve djúpt þær ristu, hve hátt þær risu, hvers eðlis þær voru eða hversu víðtæk voru áhrif þeirra. Enginn hefur undrazt að breytingar eða jafnvel byltingar áttu sér stað, heldur hafa menn leitazt við að skilja orsakir þeirra og hvað þær hafa í sér falið, hversu róttækar þær voru, hvað nýtt þær báru í sér og hver verk skáldin létu eftir sig. Um bók- menntir yngstu kynslóða hlýtur að 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.