Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 18
Timarit Máls og menningar verða spurt á sama hátt, einkum þeg- ar tímar líða fram, því að einlægt er erfitt að hafa yfirsýn meðan engar fjarlægðir eru til hlutanna. Ekki er heldur nýtt að deilur rísi um skáld eða listastefnur. Þar hlýtur einnig að vera spurt: hve djúpt rista þær? Þegar Þorsteinn Erlingsson og síðar Þórbergur og Kiljan kváðu sér hljóðs náðu áhrifin að rótum þjóð- lífsins því að þeir boðuðu nýjar hug- sjónir. A undanförnum áratugum hefur verið deilt um listir og ljóða- gerð, en þær deilur hafa verið smá- gerðar nema rétt framan af meðan abstraktmálarar voru fyrst á ferð. Eitt af deiluefnunum varðandi nú- tíma ljóðlist hefur verið fráhvarf hennar frá ytra búningi Ijóðsins, reglubundnu rími, fornum háttum, þrískiptri stuðlagrein eða háttbund- inni hrynjandi. Verjendum hins hefð- bundna Ijóðs hefur fundizt þeir sjái á bak öllu sem einkennt hefur íslenzka ljóðagerð frá upphafi og þeir hafa spurt: er þetta ljóð lengur, hví ekki að viðurkenna að hér sé óbundið mál, prósa? Ekki verður því neitað að mörkin milli ljóðs og óbundins máls hafa í nútíma kveðskap oft orð- ið vægast sagt mjög ógreinileg svo að ástæða hefur verið til að spyrja, hvort ljóðið væri að láta undan fyrir prósanum, og að sönnu hefur óbund- ið mál um langt skeið verið í sterkri sókn og dregið til sín svo og svo mik- ið af einkennum Ijóðsins, og mætti benda á fjöldann allan af skáldsög- um, allar götur frá Flaubert, og þó miklu fremur leikritagerðina, verk sem að fornri tízku voru í ljóðum hafa á síðari áratugum verið samin í óbundnu máli, Ibsen yfirgaf Ijóð- formið, Shaw bar það aldrei við. I grein sem Sigfús Daðason birti 1952 í Tímariti Máls og menningar og nefndi Til varnar skáldskapnum færði hann rök að því hve fráleitt væri að meta gildi ljóðs eftir því hvort það fylgir gömlum bragreglum eða ekki, og eru endalaus dæmi úr bókmennt- unum því til staðfestingar. Deilurnar um rímað eða órímað ljóð liafa því verið heldur ófrjóar. Þar virðist, a. m. k. fljótt á litið, deilt um keisarans skegg, og kem ég þó betur að því síð- ar. Það er ekki kjarni málsins hvort kvæði er rímað eða órímað, stuðlað eða án stuðla, heldur hvort það hefur form við sitt hæfi, eðlilegt lifandi form. Og í öðru lagi: spurningin verður ekki takmörkuð við formið eitt, formið í einangrun. Ljóðið er dýpra eðlis en svo. Margir hinna yngri Ijóðahöfunda hafa tekið sér nafnið formbyltingar- skáld og haldið því mjög á loft. Þeim hefur líka verið gefið annað nafn, atómskáld, en þá nafngift vill Jón Öskar í nýlegri ritsmíð takmarka við sex skáld (sig sjálfan, Jónas Svafár, Einar Braga, Stefán Hörð, Hannes Sigfússon og Sigfús Daðason) og tel- ur hvorki með brautryðjandann Jón 112
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.