Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 22
Tímarit Máls og menningar á afturhaldstímum, að vissu leyti uppreisn gegn kapítalisma, að öðru leyti með einkennum hans, hefur síðan innan þessa hugmyndaheims oft vakið róttækar öldur, bylt sér í ýmsum myndum, eftir þunga og sókn verklýðshreyfingarinnar, og eftir að sósíalisminn kom til sögu riðluðust fylkingar, svo að fylgjendur módern- isma, tam. þeir sem í upphafi fylgdu expressionisma eða surrealisma, gengu í gagnstæðar áttir í hinum hörðu stéttaátökum milli styrjald- anna. I hvert sinn er það þjóðfélags- þróunin í löndunum sem sker úr um afstöðu skáldanna þegar mest reynir á. I stríðslok reis existentialisminn hæst um skeið. Hann sprettur í Frakklandi upp úr aðstæðum þar í landi, framar öllu vonbrigðum þeirra sem staðið höfðu í frelsisbaráttu gegn fasismanum og bjuggust eftir sigurinn við nýjum heimi, en sáu allt falla aftur í fornar skorður, hið borg- aralega þjóðfélagskerfi hagræða sér að nýju, eins og ekkert hefði breytzt, það hæri enga sök og enginn skuggi hefði á það fallið. Með sinn hrenn- andi frelsiskyndil stóð einstaklingur- inn eftir einmana á berri klöpp, von- svikinn og furðu lostinn. Þegar ver- öld hans var hrunin, og hann skreið út úr rústunum, var hann sjálfur, einstaklingurinn, hið eina bjarg til að byggja tilveruna á. Og existentialism- inn varð hugmyndavefurinn nýi. Frelsinu sem menn höfðu samsamað veruleik sínum (réalité humaine), lífi sínu og meðvitund á ákveðnu skeiði sögunnar, í baráttu við fasism- ann, skyldi bjargað frá nýju þræl- dómshúsi með því að festa það upp á hvelfingu háspekinnar, bjargað að gamalkunnri leið trúarbragða og idealisma vfir í aðra veröld, svo að existentialisminn sem ætlaði að reisa borg sína á veruleik einstaklingsins varð sjálfur hluti þeirrar ídeólógíu sem hann deildi á, og róttækni hans því einskis nýt, er hann ber blákalt fram undir öllum skilyrðum valfrelsi mannsins, eins í fangelsi með dauða- dóm yfir sér, og getur slík kenning, svo trúfræðileg sem hún er, ekki leitt til annars en réttlætmgar á hvaða þjóðfélagsaðstæðum sem er, einnig þeim fasisma sem barizt hafði verið móti, og kemst þannig í mótsögn við sjálfa sig. í öðru lagi eru þau von- svik, sú fjarstæða, sem í því er fólg- in að nýr heimur þj óðfélagslegs frels- is skyldi ekki rísa í Vesturevrópu eft- ir fall fasismans, ekki skoðuð í sögu- legu ljósi, ekki rakin til þjóðfélags- legra aðstæðna, heldur yfirfærð á sjálfa tilveruna og þar með alhæfð, svo að grundvallaratriði existential- ismans verður staðhæfing um algert tilgangsleysi og eilífa misheppnan (échec) mannlegrar baráttu. Goð- sögnin um Sisýfos, sem guðirnir refs- uðu með því vonlausa verki að velta bjargi, sem stöðugt hrapaði til baka, upp fjallshlíð verður í útfærslu Cam- 116
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.