Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 23
us lákn mannlegrar tilveru. Hitt er annað mál að höfundur existential- ismans, Jean-Paul Sartre, er sjálfur yfirburða persónuleiki sem lætur allt mannlegt til sín taka og hefur reynt að sveigja kenningu sína að raun- hæfum byltingarsjónarmiðum og lagt megináherzlu á þann þátt hennar, að einstaklingurinn beri fulla ábyrgð gerða sinna og athöfnin geri mann- inn. Eftir styrjöldina byrgðist enn meir sýn inn í framtíðina: kalda stríðið hófst, dauðahótun atóm- sprengjunnar, friðurinn að nýju í hættu. í ljósi þessa ber að sjá það bölsýni og þann ótta, þá vanmáttar- kennd og reiði sem grípur um sig í skáldskapnum. Vegna byrgðrar sam- félagslegrar útsýnar, sem existential- isminn einnig var tákn um, upphleðst hið absúrda, hið fj arstæðukennda, kringum manninn í tímanum, og þar sem hvergi finnst svar við neinu þenst út hugmyndaheimur hins abs- úrda þegar einu sinni er farið að beina sjónum að þeim köldu múrum og því ofurvaldi sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir. Tí kmörk mann- legrar þekkingar, sem þó endalaust víkkar svæði sitt, verða honum sem heimspekingi fullgild rök um óskilj- anleik allrar tilveru, og óvissan, sem verið hefur manninum ögrandi hvöt til sóknar og þekkingarauka, verður svimandi reginfirn þar sem væng- brotin hugsun ber óttaslegin væng- ina í sína eigin luktu veggi. Menn íslenzk IjóðagerS 1966 finna þrengja að sér á alla vegu, en vilja ekki sjá það sem tímabundnar takmarkanir ákveðinna þjóðfélags- hátta, sem afnema megi, heldur hefja þær upp í háspekina og gefa þeim eilífðarmerkingu, eða gerast hins vegar svo róttækir að vilja afnema ekki þjóðfélagshöftin ein heldur þjóð- félagið í heild, öll þjóðfélög, en á þann einfalda hátt að útrýma þeim úr hugsun sinni, skáldskap og listum. Menn gerast reiðir, komast í upp- reisnarhug, finnst margt í þjóðfélag- inu illt og bölvað, formæla einkum vélum og tækni, pólitík og ídeólógíu, og í þeim liópi eru skáldin, reiðir ungir menn, en sú reiði er aðeins bál sem þeir dansa sjálfir kringum og ekki er ætlazt til að bræði neina ytri hlekki. Þar sem menn geta ekki hugs- að út fyrir hið borgaralega þjóðfélag líta þeir á það ófremdarástand, sem þeir eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa, sem varanlegt óumbreytanlegt ástand, og vitfirringu kapítalismans með ofurvaldi auðhringa og stríðs- brjálæði sem vitfirringu tilverunn- ar sjálfrar og óumbreytanlegt heims- ástand, en byltingu sósíalismans og þróun hans sem sögulegt slys vegna þess að hann þrengdi kosti auðvalds- ins og fer nýjar leiðir. Hvorki skáld- skapur né listir verða aðgreind frá þeirri heimspeki sem á bak við liggur, í hvaða kufli forms sem er, og þau skáld sem oft af mestum hávaða bannsyngja ídeólógíu og stjórnmál, 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.