Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 29
í verkum þeirra og hefur ekki áhuga á þeim, svo að tómlætið sem skáldin kvarta svo oft undan að sé að finna hjá lesendum, er einmitt að rekja til tómlætis þeirra sjálfra eða áhuga- leysis á viðfangsefnum þj óðfélagsins, sjálfu lífinu í kringum þá. En óskýr mannfélagsleg hugsun, bláköld ein- staklingshyggja og allt að því óbeit á samfélagslegum sjónarmiðum,oft vís- vitandi hugtakaruglingur, hefur orð- ið faraldur meðal skálda og rithöf- unda að undanförnu, ekki síður margra sem fram undir 1956 voru sósíalistar, en urðu ýmist reiðir eða skelfingu lostnir við áfellisdóm Krústsjofs um stalíntímana og við- burðina í Ungverjalandi, og þeir jafnvel sárastir sem áður höfðu ver- ið heitastir í baráttunni fyrir mál- stað sósíalismans, og fór hér á sömu leið og lýst er að framan um von- brigðin á Vesturlöndum eftir styrj- öldina að mönnum varð myrkt fyrir augum, misstu sjónir á þróunaröflun- um og gáfu tímabundnu söguskeiði eilífðarmerkingu, létu afbrigðin frá sósíalisma við ákveðnar aðstæður yf- irskyggja stefnu hans, dæmdu hug- sjónina eftir skugganum sem á hana féll, eða gáfust upp við að hugsa, svo að á augabragði voru allir sigrar sósíalismans þurrkaðir úr minni, þau afrek hans gleymd að hafa bjargað heiminum undan fasismanum. Og í kj ölfar þessa upphófst móti sögu- skoðun og félagsvísindum marxism- Íslenzk IjóSagerS 1966 ans það galdraveður sem er í fersku minni og hefur ekki enn fjarað út, þar sem reynt var í þjónustu kalda stríðsins að rugla og snúa öfugt helztu hugtökum um bj óðfélagsstefn- ur, og varð áhrifamesta herbragðið sem glitrað hefur síðan sem rauður þráður í hverju auðvaldsmálgagni og borgaralegum bókmenntum að sverta sósíalismann með fasisma, samtvinna þar andstæð hugtök, nefna aldrei svo kommúnisma að líkja honum ekki við fasisma, og hafa alltof margir góðir drengir bitið á það agn án þess að vita hvaðan galdur- inn var runninn. Skáld sem aðrir hafa að vísu mikla afsökun, vafasamt að nokkru sinni í sögu veraldar hafi reynt eins á manninn á jörðinni, skilning hans og siðferðisstyrk, að sjá hin margþættu og ógnarlegu átök sem eiga sér stað á þessari öld milli sósíalisma og kapítalisma, eða eins og Ernst Fischer ma. orðar það, að greina á milli dauðateygja hins gamla og fæðingarhríða hins nýja, en einmitt þetta sker þó úr um skáld- in og verk þeirra að þau standist þá raun. Það er um skilning á sjálfum manninum að tefla. Sjái ekki skáldin hann í ljósi þessara átaka hinnar sögulegu framvindu sjá þau hann ekki í fullri stærð, kunna ekki að meta gildi hans, lífsdraum og baráttu né tilganginn með þeirri baráttu og hlutdeild sjálfra sín í þeirri baráttu. Um leið og brestur skilning á að sjá 123
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.