Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 35
Á Halýsbökkum
á einum stað er persnesk staka um hverfult lán konunga: Margir konungar
hafa verið í heimi, þeir er í blóma aldurs síns hæfðu Sjöstirnið örvum og
lögðu Tvíburastjörnu spjótsoddum; sjáið nú Birnu er hverfur mér um höf-
uð, örin er brostin og spjótið stokkið í tvo hluti.
Ossetar búa fyrir austan haf í Kákasusdölum, þjóðarkorn á borð við Is-
lendinga, eitthvað um 300 þúsund manns að sögn manntalsbóka, mæltir á ír-
anska tungu og skyldir Persum að langfeðgatali. Þeir mega nú muna sína
aðra eins og fleiri. Að fornu hyggðu Alanar forfeður þeirra lönd fyrir norð-
an og austan Svartahaf og réðu miklum ríkjum. Þeir áttu um langa hríð, á
3. og 4. öld e. Kr.b., skammt saman og Gotar og Herúlar, tíðleikamenn ís-
lenzkra sagnfræðinga, og voru skipti þeirra ýmisleg þó ekki verði sagt frá
þeim hér; gott ef Svanhildur sú sem Jörmunrekkur lét hnýta aftan í trippin
var ekki af alönskum ættum, ef eitthvað er að marka söguna eins og hún er
sögð hjá Jórdáni. Sjálfir kalla Ossetar sig írona, það eru Aríar; Ossetanafnið
hafa Rússar fengið frá Georgíumönnum og Evrópumenn aftur frá Rússum.
Ossetar eru sagðir fríðir menn og vöxtulegir, vígfimir og reiðmenn rakk-
ir, ölheitumenn góðir, gestrisnir og stórgjöfulir, en þóttu nokkuð ránsamir
fyrr á öldum; erfisdrykkjur þeirra voru lengi að ágætum hafðar og verður
helzt jafnað til veizlunnar Höskuldssona í Laxdælasögu; og er mælt að marg-
ur bjargálna bóndi hafi staðið slyppur eftir að erfðum föður sínum. Þeir
hnigu aftur lítt að bóklistum fyrrmeir, enda var víst ekki alltaf vandhæfis-
laust afdalaþjóðum Rússaveldis að koma bókum á prent; og þá sjaldan bók
var prentuð var það vísast ekki annað en eittlivert guðsorð. Samt var ein-
staka skáld að pukra með kver, hver með sinni stafsetningu, því enginn hafði
kennt þeim að rita málið; þesskonar hækur þykja nú lærðum mönnum mik-
il þing. Aftur á móti stóðu munnmæli og gömul fræði með miklum blóma hjá
alþýðu, og eru þeirra frægust sögur þær sem sagðar eru frá Nörtum, görpum
og ágætismönnum í forneskju; þeirra skal verða getið betur síðar í tómi.
Nú byggja Ossetar tvö sjálfráð héruð í Sovétríkjunum, annað í Rússlandi,
hitt í Georgiu; börnin eru látin ganga í skóla, það er einlægt verið að setja
saman bækur. Ofsöddum fýlupoka af Vesturlöndum þykir þessi menntunar-
græðgi nýlæsra þjóða að vísu svolítið leiðinleg, ypptir öxlum og brosir góð-
látlega; samt er ekki trútt um að maður fæddur í landi deyjandi þjóðar felli
ekki tár í laumi við allan þennan ákafa. Og glýjar ekki þeim fyrir augum sem
hefur orðið að draga fram lífið í æsku sinni á Halldóri Halldórssyni og Birni
Guðfinnssyni, þegar hann sér þessa dáindisbók sem ossetiskir málfræðingar
9 TMM
129