Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 35
Á Halýsbökkum á einum stað er persnesk staka um hverfult lán konunga: Margir konungar hafa verið í heimi, þeir er í blóma aldurs síns hæfðu Sjöstirnið örvum og lögðu Tvíburastjörnu spjótsoddum; sjáið nú Birnu er hverfur mér um höf- uð, örin er brostin og spjótið stokkið í tvo hluti. Ossetar búa fyrir austan haf í Kákasusdölum, þjóðarkorn á borð við Is- lendinga, eitthvað um 300 þúsund manns að sögn manntalsbóka, mæltir á ír- anska tungu og skyldir Persum að langfeðgatali. Þeir mega nú muna sína aðra eins og fleiri. Að fornu hyggðu Alanar forfeður þeirra lönd fyrir norð- an og austan Svartahaf og réðu miklum ríkjum. Þeir áttu um langa hríð, á 3. og 4. öld e. Kr.b., skammt saman og Gotar og Herúlar, tíðleikamenn ís- lenzkra sagnfræðinga, og voru skipti þeirra ýmisleg þó ekki verði sagt frá þeim hér; gott ef Svanhildur sú sem Jörmunrekkur lét hnýta aftan í trippin var ekki af alönskum ættum, ef eitthvað er að marka söguna eins og hún er sögð hjá Jórdáni. Sjálfir kalla Ossetar sig írona, það eru Aríar; Ossetanafnið hafa Rússar fengið frá Georgíumönnum og Evrópumenn aftur frá Rússum. Ossetar eru sagðir fríðir menn og vöxtulegir, vígfimir og reiðmenn rakk- ir, ölheitumenn góðir, gestrisnir og stórgjöfulir, en þóttu nokkuð ránsamir fyrr á öldum; erfisdrykkjur þeirra voru lengi að ágætum hafðar og verður helzt jafnað til veizlunnar Höskuldssona í Laxdælasögu; og er mælt að marg- ur bjargálna bóndi hafi staðið slyppur eftir að erfðum föður sínum. Þeir hnigu aftur lítt að bóklistum fyrrmeir, enda var víst ekki alltaf vandhæfis- laust afdalaþjóðum Rússaveldis að koma bókum á prent; og þá sjaldan bók var prentuð var það vísast ekki annað en eittlivert guðsorð. Samt var ein- staka skáld að pukra með kver, hver með sinni stafsetningu, því enginn hafði kennt þeim að rita málið; þesskonar hækur þykja nú lærðum mönnum mik- il þing. Aftur á móti stóðu munnmæli og gömul fræði með miklum blóma hjá alþýðu, og eru þeirra frægust sögur þær sem sagðar eru frá Nörtum, görpum og ágætismönnum í forneskju; þeirra skal verða getið betur síðar í tómi. Nú byggja Ossetar tvö sjálfráð héruð í Sovétríkjunum, annað í Rússlandi, hitt í Georgiu; börnin eru látin ganga í skóla, það er einlægt verið að setja saman bækur. Ofsöddum fýlupoka af Vesturlöndum þykir þessi menntunar- græðgi nýlæsra þjóða að vísu svolítið leiðinleg, ypptir öxlum og brosir góð- látlega; samt er ekki trútt um að maður fæddur í landi deyjandi þjóðar felli ekki tár í laumi við allan þennan ákafa. Og glýjar ekki þeim fyrir augum sem hefur orðið að draga fram lífið í æsku sinni á Halldóri Halldórssyni og Birni Guðfinnssyni, þegar hann sér þessa dáindisbók sem ossetiskir málfræðingar 9 TMM 129
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.