Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 38
Tímarit Máls og menningar göngu beygir stígurinn fyrir fjallsmúla; þröngur dalur verður milli ávalra ása, á sytrar í bugðum eftir dalnum, stillur hér og hvar; nautahjarðir og geit- fé á beit í hlíðinni. Þegar framar dregur breikkar dalurinn smátt og smátt, unz komið er á velli víða og grasloðna; þar stendur þorpskorn á grundum, lítil hús með leirbræddum veggjum, eitt þó miklu veglegast og stöpull við; trén eru rauð fyrir berjum. Orskotslengd frá þorpinu stendur ungur maður undir klettanefi og skimar eftir mannaferðum; Hodja, öðlingurinn, hefur hringt og gert vart við gesti. Óldurmenn þorpsins hafa safnazt saman hjá hreppstjóra til að heilsa komumanni og greiða fyrir; það er boðið til stofu og hægindi sett fram með mjúkum dúnsessum, smámær ber inn rósavatn, kyssir á hönd mér og leggur á höfuð sér, að fornum sið við öldunga og helga menn; konur eru byrgðar að eldhúsbaki. Setbekkir eru langsetis með öllum veggjum, á einum stað hangir tafla ærna mikil með nöfnum Múhameðs og annarra meginklerka; hver hlut- ur er skyggður og fágaður, rykkorn hvergi sýnilegt. Hreppstjóri, kallaður múhtar á hérlenda tungu, er maður roskinn að ár- um, bjartleitur yfirlitum, hýrlegur til augnanna og gamansamur, hóglátur og siðblendinn við menn; og er gesti hefur verið unninn beini, fréttir hann tíð- inda, — eða getum við greitt úr nokkru vandkvæði komumanns? Gestur veitir andsvör sem efni eru til, segir ætt sína og ferðasögu; kveður bókvísa menn norðanhafs stórum baga fáfræði um mállýzku þeirra frænda, hvernig hún hafi gengizt í munni á fimm skorum ára (Ossetar telja tvítugt) sem liðnar sé síðan þeir stukku frá búum sínum í Kákasusdölum fyrir ofríki Rússakeisara; biðst orlofs að inna bændur að hljóðföllum máls, hneigingum og orðafari, og svo að örnefnum, skepnuhirðing, mataræði, amboðum, huldu- fólki, kveðskap, orðskviðum, fornsögum, veðurfari og vaxandi plöntum. Eða hvað heitir langi jörfi hér ofan við þorpið, yxna kýr, blæsma geit og álægja hryssa, rimar í meis og kilpur á skjólu; eða alsprottin aldintrén og turturar sem sitja í hópatali á girðingum; og fjallalæða sem liggur yfir tindum á heitum sumarmorgnum? Og Temírbolat af kynþætti Mamsúrs, kunna konur enn að fara með kvæði hans? Hreppstjóri býður gesti að vera hjá sér á meðan honum líki, og segir hon- um heimil vísindi héraðsmanna þó helzti smá; — má og vera að konur vorar kunni að fara með slitring úr rímu ef vel liggur á þeim; aftur hafa sonarkon- ur mínar glutrað flestum fornum stöfum; en sonardætur mínar hef ég sett í skóla, enda eru þær mæltar á tungu Ósmans eina; mun þess nú skammt að bíða að orð Bors sona sé hljóðnuð hér í dalnum. 132
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.