Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 40
Tímarit Máls og menningar Lögreglumaður gegnir því engu; kveðst að vísu ekki mundu standa í gegn því að ég hefði búsetu í bænum, skoðaði forn dýrðarhús eða ríslaði við let- ur; mér væri guðvelkomið að tala við tyrkneska menn og jafnvel spyrja þá að merkilegum orðum, ef mig langaði endilega til að læra eitthvað. En á Sirkassa og aðrar þessháttar þjóðir sé mér og öðrum útlendingum harðbann- að að yrða, aukheldur frétta þá að þjóðlegum vísindum; þætti Tyrkjum og bandamönnum þeirra ekki á það hættandi að kveikja í þessu fólki hugsjónir og ættardramb. Hinu ljúgi ég að yfirvöld landsins hafi vitað um ferðir mínar og liðsinnt mér. Ég tek nú að ýfast, dreg upp úr föggum mínum bréf og skilríki til sann- indamerkis um mál mitt, og reyni að þæfa í móti; segist illa sjá hvaða ó- gagn landstj órninni geti orðið að forvitni minni um tungumál nokkurra af- dalabænda, löghollra borgara. Aftur á móti myndi sumum mönnum þykja fróðleg tíðindi ef ég færi nú vestur í heim og hermdi frá erindislokum mín- um. Og altént hefði þó amtmanni, hæstbjóðanda héraðsins, ekki fundizt nema gaman að þessum sýslum mínum. Lögreglumaður situr stundarkorn eins og úti á þekju, hleypur síðan á fætur, rekur hnefann í borðið og hrópar framan í mig: — Hér er það ég sem ræð hvaða vísindi eru stunduð. Og nú bregður svo við að allt þetta hjálpsama fólk sem hefur liðsinnt mér við livað eina, það vill nú ekki lengur við mig kannast. Amtmannsfulltrúinn er á einlægum ráðstefnum, síðan er hann búinn að fá í magann, loks fer hann norður í Trapezúnt á baðstað. Forstöðukona menntamáladeildar ut- anríkisráðuneytisins í Ankýru, manngæzkan sjálf, segir ekki nema það var og og ekkí, og spyr hvort mér finnist ekki gaman að Hettítum. Og konsúll Is- lands í Miklagarði, eini fulltrúi þessarar lýðveldisnefnu í landinu, sem hafði tekið mér með mikilli blíðu í austurförinni fyrir nokkrum vikum, borið mér sérbett við þorstanum og mælt á tungu hinna ódauðlegu guða, hann býður mér nú ekki sæti framar, talar ensku eins og annar ótíndur kaupahéðinn af Vesturlöndum, og ég má fara jafnþyrstur út og ég kom inn; kveður mig þó að skilnaði svofelldum orðum: — Forseti landsins gæti ekki hjálpað yður þó hann vildi. Sívas, Miklagarði í júlí 1966. 134
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.