Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 45
var of þreytandi til lengdar, svo að hann lagði spegilinn frá sér til að hvíla sig og tók hann nokkru síðar og hélt nokkuð fast um hann. En hvað ég vildi sagt hafa? Já, það er þetta með næstu hrinu, bæj arstj órnar- kosníngarnar. Það held ég verði vind- öld í lagi! Ákveðinn að halda fast við íþróttamálin. Enginn hefur enn vakið athygli á nýtískuþörfum íþróttanna. (Og eins og klerkur sagði þá eru þess- ir íþróttamenn og hafa alltaf verið þannig artaðir að þeir láta sig ekki svo miklu varða stjórnmál, sauðir góðir í þegnskap, og; nei: Þeir eru ekki gefnir fyrir að gera moldveður og stríðhugsa, en ánægjast með eitt og annað og berjast ekki á hæl og hnakka eins og sumir andskotar. Góði hirðirinn veit fram fyrir nas- irnar á sér. Ég er alltaf að reka mig betur á það). Þeir eru svo uppveðr- aðir og sprækir strákarnir, óðum á kjörskrá þessi grey eða þegar á kjör- skrá. Þetta er líka svo lífsglatt og heilbrigt. Allir vilja þeir sparka. Ég get nú ekki annað en brosað að þess- um hamslausu vígamönnum! Skinn- in litlu, rafmagnaðir í leggjunum, hver kálfi stífur af hasa, ráða ekkert við sig! Þetta er nú úngt og leikur sér. Nei, það væri ekki ónýtt að ná þeim. Halda að heimsveröldin fari kúvendu ef þeir fá ekki íþróttahús til að hamast í. Auðvitað verður maður jafn fullur af móði og þeir. Segjast ekki geta lifað ef ekki leyfist að / dropatali klambrað verði saman einhverjum skúr yfir þá, hvernig svo sem úr slitn- ar. Tjallabraggi betra en ekki neitt. Þau eru svo lítilþæg þessi skinn; bara þeir fái að sparka, það er þeirra ær og kýr. (Það er hann Eiríkur pabbi .. . sem hefur gert þetta fyrir íþrótta- menníngu staðarins mamma .. .) Já, auðvitað verður maður að spjalla við þá, láta sjá sig í hópnum, æsa litlu krílin þar til kálfarnir verða stífir af tryllíngi. 0 ó ó, ég get nú ekki annað en hlegið, sagði hann við spegilinn, en hló ekki hátt. Allt í einu hljóp í brúnir hans, og í þessum svifum. mjög sviplega, spratt hann á fætur og hélt um speg- ilinn og settist niður og brýndi raust- ina. Svo er að tala fast! Hraust og fögur æska! Táp og fjör og frískir menn ! Úlfaþyt ur í herbúðum komm- únista! Bolsar bíta sínum ódámslegu jöxlum í skjaldarrendur! Ó ó! Þetta á við mig! Stormar á lífsins ólgusjó. Ástand enn er til. Aldrei mun það hverfa, ónei. Held þeir mættu finna fyrir því, sagði hann og horfði fast í spegilinn. Sjálfstæðisþor! Maður með eld í lund! Gustur. Gustmikilleiki. Val- hallarstrángleikagustur. Víkingaald- arstóreflismennskudáðríki! Það yrði ekki mikið úr einstak- língsframtakinu ef bolsinn fengi að ráða, ef þeir færu (af tómri fordild auðvitað, hvað annað?) að láta bæ- inn dengja fé í togara. Hver veit 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.