Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Síða 46
Tímarit Máls og menningar
hvað kæmi á eftir, ef þeir færu að
moka í bæarsjóð: Kaupfélög hér og
þar í eigu bæarins og nokkurra djöfla
í bolsinu sjálfu (Hver vill ekki bisn-
iss?), enn fleiri skip og umsvif til að
þrengja að okkur af takmarkalausum
fjandskapnum, blindu hatrinu þeirra.
Það er ekki hægt að hata þá svo um
muni, þótt mann verki!
Það eru nú meiru vindarnir sem
vaða um þessa öld; og allir vilja
standa í einhverjum bisniss. Svona ó-
friður og vitleysa þekktist ekki áður
fyrr.
Sem ég vildi segja: Það verða ein-
hverjir stormar um næstu kosníngar.
En ég verð að vita hvað ég sýng:
Halla mér að úngu kynslóðinni.
Hraust og fögur æska. Leikfimi hlaup
fótbolti! En vel á minnst, ég verð
hvað úr hverju að fara að prjóna
saman nokkra ræðustúfa. Ekki veitir
af. Og það er satt sem guðsmaðurinn
segir: Ekki hitna, enga siðfræðislega
þánka og gamaldags rómantík. Um-
fram allt, aldrei að sleypa sér lausum,
aldrei að hitna. Hann er búinn að
lofa því að líta á ræðuna þegar þar
að komi. Best að láta það eftir hon-
um. Hann veit hvað hann sýngur.
Þótt hann vissi það, hafa rubbað
saman messi á hverri helgi maðurinn
í fleiri áratugi, skálda það saman
með kunnáttu og galdri. Hissa að
hann skuli ekki hafa skellt sér í
stjórnmálin. Annars er ósköp þægi-
legt að lifa á guðsoiðinu, einkanlega
í ellinni þegar þeir hætta að vera
færir í hasa dagsins, vera þá í bless-
uðu logninu og hlýunni. Þeir gætu
verið blindir og heyrnarlausir og það
er gott. En sem sagt, ég vona að mað-
ur standi sig það vel að hann finni
að maður er maður sem hægt er að
tala við.
Já, það skiptir auðvitað mestu máli
að vita hvað flokkurinn vill eins og
hann sagði, en ég gæti sagt honum,
þótt ég hefði átt að vera búinn að því
fyrir löngu, að ég vissi ekki þá hvað
var að gerast bak við tjöldin. Jú
auðvitað hefur maður verið notaður.
Maður er líka búinn að líða fyrir
það; ég er svona gerður. Þeir hafa
auðvitað ekki vitað hvaða fugl ég
var í þá daga, nýkominn í þorpið,
haldið að maður væri einn þessara
ódönnuðu meyru náúnga sem er mál
að vera alvarlegir og þjást fyrir heim-
inn og vilja ekkert nema eintóman
sannleik og ekkert nema sannleik.
Maður blygðast sín líka hálft í hvoru
enn. Manni er ekki alveg sama. Ég er
þannig gerður. Það er svolítið æs-
andi að hugsa til þess: Ef þeir hafa,
eins og þegar þessir beislislausu ný-
liðar fara að hamast í púltinu, litið
á mann eins og einn þeirra. Mér er
ekki sama um þessar fyrstu ræður
þótt ég viti nú að þeir eru farnir að
taka mig alvarlega. En auðvitað skil-
ur maður að það er brjálæði að
hleypa öllum nýum mönnum inní
innstu helgina. Þeir verða að sýna
140