Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar hvað kæmi á eftir, ef þeir færu að moka í bæarsjóð: Kaupfélög hér og þar í eigu bæarins og nokkurra djöfla í bolsinu sjálfu (Hver vill ekki bisn- iss?), enn fleiri skip og umsvif til að þrengja að okkur af takmarkalausum fjandskapnum, blindu hatrinu þeirra. Það er ekki hægt að hata þá svo um muni, þótt mann verki! Það eru nú meiru vindarnir sem vaða um þessa öld; og allir vilja standa í einhverjum bisniss. Svona ó- friður og vitleysa þekktist ekki áður fyrr. Sem ég vildi segja: Það verða ein- hverjir stormar um næstu kosníngar. En ég verð að vita hvað ég sýng: Halla mér að úngu kynslóðinni. Hraust og fögur æska. Leikfimi hlaup fótbolti! En vel á minnst, ég verð hvað úr hverju að fara að prjóna saman nokkra ræðustúfa. Ekki veitir af. Og það er satt sem guðsmaðurinn segir: Ekki hitna, enga siðfræðislega þánka og gamaldags rómantík. Um- fram allt, aldrei að sleypa sér lausum, aldrei að hitna. Hann er búinn að lofa því að líta á ræðuna þegar þar að komi. Best að láta það eftir hon- um. Hann veit hvað hann sýngur. Þótt hann vissi það, hafa rubbað saman messi á hverri helgi maðurinn í fleiri áratugi, skálda það saman með kunnáttu og galdri. Hissa að hann skuli ekki hafa skellt sér í stjórnmálin. Annars er ósköp þægi- legt að lifa á guðsoiðinu, einkanlega í ellinni þegar þeir hætta að vera færir í hasa dagsins, vera þá í bless- uðu logninu og hlýunni. Þeir gætu verið blindir og heyrnarlausir og það er gott. En sem sagt, ég vona að mað- ur standi sig það vel að hann finni að maður er maður sem hægt er að tala við. Já, það skiptir auðvitað mestu máli að vita hvað flokkurinn vill eins og hann sagði, en ég gæti sagt honum, þótt ég hefði átt að vera búinn að því fyrir löngu, að ég vissi ekki þá hvað var að gerast bak við tjöldin. Jú auðvitað hefur maður verið notaður. Maður er líka búinn að líða fyrir það; ég er svona gerður. Þeir hafa auðvitað ekki vitað hvaða fugl ég var í þá daga, nýkominn í þorpið, haldið að maður væri einn þessara ódönnuðu meyru náúnga sem er mál að vera alvarlegir og þjást fyrir heim- inn og vilja ekkert nema eintóman sannleik og ekkert nema sannleik. Maður blygðast sín líka hálft í hvoru enn. Manni er ekki alveg sama. Ég er þannig gerður. Það er svolítið æs- andi að hugsa til þess: Ef þeir hafa, eins og þegar þessir beislislausu ný- liðar fara að hamast í púltinu, litið á mann eins og einn þeirra. Mér er ekki sama um þessar fyrstu ræður þótt ég viti nú að þeir eru farnir að taka mig alvarlega. En auðvitað skil- ur maður að það er brjálæði að hleypa öllum nýum mönnum inní innstu helgina. Þeir verða að sýna 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.