Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 72
Tímarit Máls og menningar
heimildinni ótilreiddri, lifandi og
fjölþættum veruleikanum. Fyrsta
boðorðið er að tileinka mynd sinni
sem mestan trúverðugleika; stór-
myndaframleiðandinn gerir sér tak-
markaða rellu af þvílíkum hlutum
því hann telur sig geta troðið veru-
leikanum inní verkið með því að
hlása út sviðsetninguna eða sýningar-
tjaldið svo ekki sé minnzt á litina al-
máttugu: honum er fátt fjær en að
skilja það að einmitt liturinn er ó-
raunverulegur og fjarri öllu raunsæi
og að útblásin sviðsetning ríður list-
rænni tilveru verksins á slig. Og á
hinn bóginn er markmiðið að til-
einka myndinni sem mesta fegurð,
fegurð sem byggð er á lifanda lífi,
sem metur hærra tign hreyfingarinn-
ar en bellibrögð dramatískra átaka:
hér má, í fáum orðum sagt, greina
vissa endurvakningu plastískrar feg-
urðar á kostnað andlegrar verðmæta-
miðlunar; veröldin er okkur sýnd í
sterkri og áleitinni hreyfingu en ekki
endurmótun eða hefðbundinni útlist-
unarkúnst.
Þetta alveldi myndarinnar verður
einkar ljóst í mörgum hinna nýrri
verka, sem fást við sálarlífslýsingar:
hef ég þá einkum í huga Hiroshima
mon amour og Otto e mezzo. í þessum
verkum ægir saman myndum frá
sundurleitustu veruleikasviðum (nú-
tíð og fortíð, minningum og ímynd-
unum osfrv.) en þær eru allar jafn á-
þreifanlega fram settar og án þess að
nota hjálpargögnin sem fyrrum þjón-
uðu þeim tilgangi að gefa áhorfand-
anum merki um að nú sé förinni heit-
ið af þessu sviði á hilt: slík skifti eru
ekki merkt með skyggingu myndar-
innar, samruni eins hugarástands við
annað er ekki merktur með oníkópér-
ingum, hvergi er brenglaður fókus
látin afmarka minningarnar, hvergi
er skrumskæling á hljóði né ofan-
myndun til að undirstrika innra jafn-
vægisleysi; það er ekki einu sinni
ýjað að því í samtölunum þegar farið
er af einu sviði á annað. Þannig hafa
allar myndirnar lil að bera samskon-
ar hreyfanleika hvert sem drama-
tískt hlutverk þeirra er (sbr. skyndi-
myndina af hendi h'ksins af Þjóðverj-
anum í Hiroshima mon amour). Þetta
er í fullu samræmi við daglegt sálar-
far okkar sjálfra, sem dregið er að úr
öllum áttum og myndar vitundar-
strauminn; straumur sá er óbundinn
af smámunalegum kennileitum raun-
sæis og skiptir sér lítið af eðlilegri
límaröð atburðanna en bara streym-
ir fram og vissulega er þar einmitt
að finna skýringuna á þeim heillandi
áhrifum sem framangreind verk hafa.
Vitaskuld þarf áhorfandinn sjálfur
að gera átak til að fylgjast með fyrst
efnið er ekki tuggið oní hann: en
varla ætti hann lengi að gráta það
þótt litið sé á hann sem fullorðna
manneskju og kröfur gerðar til vits-
muna hans (eða öllu fremur skyn-
bragðs hans: a. m. k. Resnais á fyrst
166