Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 85
og Holst hafa báðir ort öðru fremur í sér- stæðum stíl módernismans, og það sem nú er kaliað ný-einfald]eiki er að sjálfsögðu framhald gamallar stefnu að viðbættri nær- tækri reynslu í tímanum. Einn er sá í hópi módemista, sem í rauninni hefur alltaf við- haft þetta tjáningarform, Bundgárd Povl- sen. Hann er bassinn í þeim hinum danska ljóðskáldakór. Þessi fyrrverandi jámsmið- ur er enginn aðskotarakki, en má vera hann sé bjarndýr í hópi vakurra gæðinga. Andstætt því sem gerist um flest samtíðar- skáldin, þá sér hann allt frá sjónarhóli hins vinnandi manns, og stjórnmálaafstaða hans er yfirlýst sósíalísk, sem kemur fram í ýmsum kvæðum í hinni nýju bók hans, D^gndrijt (Gyldendal 1966). Annars yrkir hann ekki tendensljóð í hefðbundnum skilningi, fremur en aðrir módernistar. Þetta eru mjög karlmennskuleg ljóð um ást, náttúru og drykkjuskap. Eins og svo víða annarsstaðar má finna hjá Bundgárd Povlsen átökin milli tómleika og fyllingar, en áherzlan er þó á því síðarnefnda, hinu safaríka og jarðneska. Ljóðin búa yfir eig- in hrjúfu aðdráttarafli, sérkennilegu blandi óslípaðs prósa og viðkvæmrar póesíu. Danskur prósa er á þessu bókaári ekki eins fyrirferðarmikill og lýrikin. Þar vantar ýmsa helztu höfunda, bæði hefðbundna og nýtízkulega. Hér á eftir mun ég ein- beita mér að mestu að yngri módemist- um, en meðal góðra og gildra höfunda sem ekki verður fjallað um má nefna Poul 0r- nm („Romance jor Selma“, Gyldendal, 1966), Hans Lyngby Jepsen (Jorden, Gyld- endal, 1966) og Peter Ronild (Fodring af slanger i vissent græs, Gyldendal 1966); auk þeirra Henning Ipsen, Tage Skou-Hansen, Albert Dam og Thorkild Hansen. Ur hópi módernista saknar maður einkum Villy Sprensen, Peter Seeberg, Ulla Ryum og Nýjar danskar bókmenntir Svend Áge Madsen, sem ekki hafa sent frá sér bækur árin 1966—’67. Elztur rithöfunda ársins er Tom Kristen- sen, sem birt hefur endurminningabókina Abenhjertige Fortielser (Gyldendal, 1966). Bókin samanstendur af syrpu sjálfstæðra þátta, sem flestir hafa áður komið á prenti. Þeir fjalla um tímabil allt frá bernsku í London áratuginn fyrir aldamót og fram- undir 1930, þegar Tom Kristensen stóð á miðjum höfundarferli sínum. Bókin erheill- andi lestur; í henni er ekki að finna mikið af staðreyndum í ártalaformi og sögu- legum viðburðum, en þeim mun meira af kímni og hlýju í svipleiftrunum frá bernsku, námsárum og þriðja aldurstug. Tom Kristensen varð einna fyrstur til að skrifa um klofninginn á sfðari tímum, og sjálfur varð hann framámaður meðal eftir- stríðskynslóðarinnar fyrri, bæði sem skáld og gagnrýnandi. Urval bókmenntaritgerða hans kom út síðastliðið haust og nefndist Kritiker eller anmelder (Gyldendals Ugle- b0ger). Þær leiða í ljós sjaldgæfa gagn- rýnishæfileika og óvenjulega innlifun hans og skilning. Hann er sjaldan dómari, en alltaf uppalandi. Annar höfundur, sem fyrir löngu hefur áunnið sér sess í bókmenntasögunni, Soya, hélt upp á sjötugsafmæli sitt í haust með því að senda frá sér tvær nýjar bækur, stórt og nokkuð snúið útvarpsleikrit og smá- sagnasafn. Smásagnasafnið nefnist Tilegnet Gud og hefur undirtitilinn Syv brutale for- tœllinger (Borgen, 1966). Þær eru dæmi- gerðar fyrir Soya eins og hann er beztur. Hugsunin um dauðann er hinn rauði þráð- ur þessara sagna. Dauðanum er lýst í ó- hugnanlegri afstöðu sinni til mannlegra hvata. Fyrstu þrjár sögurnar tengja náið saman glæp og kynhvöt, hinar tefla fram lífi og dauða sem hrjúfum og viðbjóðsleg- um andstæðum, eins og t. d. „Tanker ved en begravelse", þar sem gamli aðkomu- 179
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.