Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 87
Eros-fjandsamlegu og evrópsku annarsveg-
ar og þeirrar Eros-dýrkandi og austurlenzku
hinsvegar, stendur Poul. Grundvallarhugs-
un hókarinnar er að hluta endurtekning á
því vandamáli sem fyrir er tekið í „Fir-
klang i Lund“, en að undanskilinni til-
rauna-afstöðu þeirrar skáldsögu.
Tilrauna þeirra með skáldsöguformið,
sem einkenna hinar nýju bækur Leifs
Christensens og yfirleitt hafa verið greini-
legar í dönskum prósa síðari árin, verður
minna vart í skáldsögum Klaus Rifbjergs
og Leifs Panduros. Prósastíll þeirra er oft-
ast raunsær, að því leyti sem hann snertir
raunveruleika og veruleikalýsingar ein-
stakrar persónu, sem á hinn bóginn getur
verið með ólíkindum. Sagan er nær alltaf
sögð af sjálfri aðalsöguhetjunni, venju-
legast í formi eintals sálarinnar eða ein-
hverskonar dagbókarþátta. Þar með á-
kvarðast stíll og skoðun af söguhetjunni
sjálfri, og höfundurinn sniðgengur vanda-
málið varðandi sjónarhorn þess er skýrir
frá.
Allar sögur Leijs Panduros að þeirri
fyrstu og síðustu undanteknum eru fyrstu-
persónufrásagnir, og vandamál það sem er
hinn endurtekni meginþráður þessara bóka
er samsemdarvandamálið, vandamál sjálfs-
ins, að kynnast sjálfum sér og takast á
hendur ábyrgð eigin lífs. Síendurvakin
manngerð þessara sagna er mannveran sem
aðlagast illa, og dvelst í taugahæli eða
fangelsi. Þessum sjúklingum, sem svo virð-
ast vera, er að sjálfsögðu lýst sem heil-
hrigðum — þar sem það eru þeir sjálfir
sem segja söguna — en andspænis þeiin
stendur hið heilbrigða þjóðfélag, sem svo
virðist vera, og fulltrúar þess eru hinir
einkennisklæddu, læknirinn, varðmaðurinn,
lögregluþjónninn, — sem lýst er sem óheil-
brigðum. Árekstur þessara heima er dæmi
um innri átök milli hins sjálfkvæma og
hvatræna hjá aðalpersónunum annarsveg-
Nýjar danskar bókmenntir
ar og kröfu vestræns þjóðfélags um aga,
samræmi og framlak hinsvegar. Átök þessi
eru dapurleg, því að þau leiða einatt til
andlegs hruns aðalsöguhetjunnar, en þessu
er lýst með gamansemi sem jaðrar við að
vera afkáraleg.
Síðasta skáldsaga Panduros, Vejen til
Jylland (Gyldendal, 1966), er hliðarspor á
þessari meginleið í verkum höfundarins.
Þetta er lítil skemmtileg ádeilusaga um
dansk-amerískan milljónamæring, sem á-
kveður að sjá aftur gamla landið áður en
hann geispi golunni, en það reynist þá hafa
breytzt sárgrætilega mikið frá því hann var
í æsku. Eftir glæsilega háðsádeilu á opin-
berar heimsóknir frægra manna með skara
diplómata, öryggislögreglu og blaðamanna
á vettvangi, þróast frásagan á þann hátt
sem einkennandi er fyrir Panduro. Gamli
maðurinn laumast burt með sveinstaula,
sem flúið hefur af barnaheimili, og fót-
gangandi — á flótta undan hinum einkenn-
isklæddu persónum sögunnar — leggja
þeir af stað til Jótlands, sem verður hlut-
kennd ímynd landsins týnda. Þannig er
einnig þessi skáldsaga tjáning á átökunum
milli þjóðfélagsins og einstaklingsins. En
öllu öðru fremur er bókin skemmtileg.
Panduro er fyndnasti höfundur í Dan-
mörku.
Það er engin tilviljun, að minnzt er á
Klaus Rifbjerg þrisvar eða fjórum sinnum
í þessu stutta yfirliti. Hann er framámað-
ur í dönsku menningarlífi og jafnvel
fremstur meðal yngri rithöfunda. Hann gat
sér fyrst orð sem ljóðskáld, en með feikn-
legum dugnaði og iðni hefur hann lagt
gjörva hönd á svotil allar tegundir bók-
mennta. Þar að auki hefur hann, ásamt
leikstjóranum Palle Kjærulff-Schmidt, gert
nokkrar kvikmyndir, sem hafa endurnýjað
danska kvikmyndalist (íslendingar eiga
þær enn til góða), og sem gagnrýnandi
hefur hann haft mikla þýðingu vegna
181