Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 97
með í heimspekifræðum jafnt sem annarri
mennt, og sé því tími til kominn, að við
fáurn að kynnast þessum nágranna okkar,
sem sagður er hvorki meira né minna en
faðir að vissri heimspekistefnu samtímans.
En það væri ekki réttlátt gagnvart Þor-
steini Gylfasyni að bendla hann við neitt
þess konar menningarhrölt, því hann lætur
ótvírætt í það skína í formála, að honum
sé það lítið eftirsóknareíni „að tolla í
tízkunni", og hann gefur þeim „tauga-
veikluðu hópsálum“ á baukinn, sem mis-
nota rit meistarans á þann hátt að hyggja
á þeim einhverjar nýtízkulegar stefnur eða
-isma, hvað þá að draga af þeim heims-
sögulegar ályktanir; hann vill í alla staði
vera sá þögli og dyggi vitorðsmaður, sem
sannur lesari Kierkegaards á að vera, og
það leynir sér ekki, að erfiði hans og
ómak við þýðinguna er unnið af aðdáun og
hollustu við meistarann, ætlun hans er ekki
að gefa íslenzkum lesendum menningar-
sögulega lexíu, heldur að kippa lesand-
anum í anda Kierkegaards burt úr erli
ytri hluta, og skilja hann einan eftir í sínu
eigin lífi gagnvart þeirri endurtekningu,
sem er hans.
Enda er það sízt til þess fallið að korna
til móts við þá, sem á hægan máta vildu
tileinka sér hugmyndir eða hugtök Kierke-
gaards, að þýðarinn hefur endilega valið
úr ritsafni Kierkegaards hókina Endur-
tekningin, því hún má teljast persónuleg-
asta rit Kierkegaards, og Kierkegaard læt-
ur í það skína sjálfur, að hann hafi farið
að dæmi Clementis frá Alexandríu, sem
kvaðst skrifa rit sín þannig, að trúvilling-
ar geti ekki skilið þau, og einhvers staðar
er talað um að bókin sé „en hemmelig
Meddelelse" eður heimulleg orðsending til
vissrar persónu. Það lítur því helzt út fyrir
að hér sé mönnum gerður óþarfa krókur
að speki Kierkegaards, þar sem þeim sé
gert að skyggnast inn í hluti, sem fræði-
Umsagnir um bœkur
mönnum eða ævisöguriturum ættu einum
að koma við og snerta meira þróunarsögu
hugtakanna hjá K. en að draga megi af
skýran lærdóm, en á það er þó rétt að
benda í þessu sambandi, að hjá Kierke-
gaard verða líf og kenning ekki svo hæg-
lega aðskilin, ]íf hans má segja að hafi
verið allt í þágu hugmyndanna, og hann
hefur ekki á boðstólum neina kenningu,
sem ekki á sér rót í lífi hans sjálfs.
Hitt er svo annað mál, að ekki er víst
að margir lesendur láti heillast af því, sem
á að vera undirstaða þessarar bókar, og
hætt við að sagan, sem að baki liggur, snerti
þá lílt og þeir láti sig litlu skipta, hvemig
fer fyrir söguhetjunni að lokum, því þeir
hafa hana grunaða um að hafa allan tímann
meira verið að experimentera með eigin
hugsanir og snúizt í kringum sjálfa sig en
að hafa borizt í hafróti lífsins og tilfinning-
anna. Það sem máli skiptir hér er því
ekki reynsla hiifundarins sem slík, heldur
þær hugsanir eða hugmyndir, sem hann
lætur þróast samhliða henni og prófar á.
Það sem er í rauninni að gerast í þessu
riti er það, að sú hegelska sameining og
sætt hins almenna og borgaralega annars
vegar og trúarlega hinsvegar, sem Kierke-
gaard lætur Vilhjálm assesor vera mál-
svara fyrir í seinna bindi Annaðhvort —
eða (ekki Annarshvors — eða eins og
stundum hjá Þ. G.), er að bresta og
Kierkegaard er á leið til að skilja hið
trúarlega nýjum og strangari skilningi. I
þeim ritum, sem hann semur um þessar
mundir (1843), en það eru Uggur og ótti
og Endurtekningin, er hið trúarlega séð í
ljósi frásagnanna um fórn Abrahams og
rnissi Jobs, og þannig verða til hugtök
eins og „teleologisk Suspension af det
Ethiske" og „Bevægelsen i Kraft af det
Absurde“ í fyrra ritinu en „Gjentagelsen"
eða endurtekningin í því síðara, en í báð-
um lætur hinn einstaki aff baki effa kemst
191