Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 111
Erlend timarit Ahrif og álit Sovétríkjanna hafa beSið mikinn hnekki af völdum þessara atburða. Er hér um tímabundið eða varanlegt tap að ræða? Og er það líklegt til að orka á stjórnmálaviðhorf ráðamanna í Moskvu? „Rússar hafa snúið við okkur baki“, hrópuðu menn beisklega í Kaíró, Damask- us og Beirút í júní. Og þegar Arabar kom- ust að raun um að sovézki fulltrúinn hjá S. Þ. greiddi atkvæði, eins og sá banda- ríski, með vopnahléi, án þess að því væri tengt nokkurt skilyrði um að ísraelsku lier- sveitirnar drægju sig til baka, þóttust þeir illa sviknir. „Nú munu Sovétrfkin falla nið- ur í röð annars eða fjórða flokks stórveld- is“, á Nasser að bafa sagt við ambassador Sovétríkjanna. Viðburðirnir virtust rétt- læta ákæru Kínverja um leynimakk Sovét- ríkjanna við Bandaríkin. Undanhaldið vakti mönnum einnig ótta í A-Evrópu. Sovézku leiðtogarnir urðu að grípa til einhverra ráða. Viðbragð almennings í Arabaríkjunum til bjargar Nasser og stjórnarkerfi hans veitti þeim aftur ráð- rúm til að hafast nokkuð að. Eftir bak- snúninginn mikla, komu sovézku leiðtog- arnir aftur fram sem vinir og verndarar Arabarfkjanna. Þeim var útlátalaust að bafa í frammi nokkra sýndartilburði, slíta stjórnmálasambandi við Israel og flytja ræður á þingi S. Þ. Jafnvel Bandaríkin sýndu „skilning“ á „vandræðum" þeirra og þeirri „taktísku nauðsyn“ sem knúði Kosy- gin til að halda bráðleg á þing S. Þ. Samt dugðu engir slíkir tilburðir til að rétta við stöðu Sovétríkjanna. Arabar fóru frain á að Sovétríkin hjálpuðu sér þegar í stað við að endurreisa herstyrkinn, styrk- inn sem þeir höfðu tapað við það að fara að ráðum Moskvu. Þeir báðu um nýjar flugvélar, nýja skriðdreka, nýjar fallbyssur, nýjar hergagnabirgðir. En þó ekki sé minnzt á kostnaðinn sem af þessu hlauzt — verðmæti herútbúnaðarins sem Egyptar töpuðu einir eru metin á eina biljón punda — hafði viðreisn á herstyrk Araba í för með sér meiri háttar stjómmálahættur frá sjónarmiði Sovétríkjanna. Arabar neita að semja við Israel; þeir geta vel leyft sér að láta Israel kafna undir sigrinum. Endur- bervæðing er það sem Kaíró setur öllu ofar. Israelsmenn hafa kennt Egyptum eina lexíu: í næsta skipti kann egypzki flug- herinn að verða fyrri til að greiða höggið. Og ráðamennirnir í Moskvu hafa orðið að gera upp við sig hvort þeir eigi að láta vopn í té fyrir þetta högg. Þeim gezt vissulega ekki að hugmynd- inni um slíka hefnd, en ekki geta þeir heldur neitað að endurhervæða Egypta. Auk þess er nærri víst að endurhervæðing Arabaríkjanna mun freista Israel til að skerast í leikinn og greiða aftur fyrsta höggið og þá kæmust Sovétríkin aftur í sömu klípu og þau supu seyðið af í maí og júní s.l. Ef Egyptar yrðu fyrri til árás- ar, mundu Bandaríkin vafalaust skerast í leikinn. Sjötti floti þeirra mundi ekki liggja aðgerðarlaus á Miðjarðarhafi ef ísraelski flugherinn væri eyðilagður og Arabar væru að því komnir að halda inn í Jerúsalem og Tel Aviv. Ef Sovétríkin héldu sér aftur á móti utan við átökin, væri endanlega úti um þau sem stórveldi á alþjóðavísu. Viku eftir vopnahléð var sovézka herráðið komið til Kaíró. Sovézkir ráðgjafar og sér- fræðingar fylltu þar hótelin og hófust handa um að rétta við herstyrk Egypta. En valdhafarnir í Moskvu horfa ekki með jafnaðargcði frani á það að Arabar og Israelsmenn keppist um að greiða fyrsta höggið og hinar víðtækari afleiðingar þess. Líklega hafa sovézku sérfræðingarnir í Kaíró flýtt sér hægt, á meðan sovézka utan- ríkisþjónustan reyndi að „vinna friðinn" fyrir Araba eftir að liafa tapað fyrir þeim stríðinu. En hversu kænlega sem hún leik- 205
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.