Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Blaðsíða 153
Drög að siðjrœði Grettis sögu
í sögunni? Efni þetta er geysiflókið', þar sem hér er um að ræða langa og
atburðarika frásögn með næsta sundurleitan hóp af persónum.
Samkvasmt siðaskoðunum miðalda, og eru þær runnar frá biblíunni, er
enginn maður svo réttlátur á jörðu, að eigi misgeri hann. (Sbr. Prédikar-
ann). Mönnum er gefið frelsi til að velja á milii góðs og ills, og veltur allt
á þvi, hvemig þeir beita þessu frelsi. í áhrifamiklu riti, sem snarað vax á
íslenzku á tólftu öld, er komizt svo að orði: „Hví skapaði guð eigi menn,
svo að þeir mættu eigi misgera? Fyrir réttlæti, að þeir mættu umbun taka
fyrir verðleik sinn, en [ef] þeir væru svo skapaðir, að þeir mættu eigi mis-
gera, hefðu þeir engan verðleik við guð, því að þeir gerðu sem nauðgir gott,
en hann gaf þeim sjálfræði að þeir mættu aldrei síðan misgera.“ Annars
staðar í sama riti er svo að orði komizt um þetta frelsi: „Hvað er sjálfræiði?
í veldi manns að vera eða vilja eða gera gott eða illt.“ Gerðir manna eru
annaðtveggja góðar eða illar, og svipuðu máli gegnir um vilja þeirra. Menn
geta viljað gera eitthvað gott, þótt þeim mistækist, og þá eru einungis verk
þeirra ill. Á sömu lund geta menn haft fýsi til illra hluta, þótt árangur verði
betri en þeir hafi ætlazt tíi. Siðferðilegt mat á því, sem gerist, er því háð
bæði hvötum manna og eðli verksins sjálfs. Á miðöldum höfðu menn áhuga
Já því að flokka niður og sundurgreina. „Annað er skepna, en annað eðli
og annað verk‘\ segir á einum stað, og hér er verið að beita svipaðri aðferð
og tíðkaðist í íslendingasögum: þar eru menn fyrst kynntir tíl sögimnar,
og þá er þeim lýst. í lýsingu þeirri er mönnum gefin nokkur hugmynd um
eðli þeirra, en síðan er lýst verkum þeirra eftir því sem þau birtast í sög-
unni. Eðlislýsingin gildir um alla söguna, en lýsingar á einstökum athöfnum
sérkenna manninn sem geranda. Eins og áður var frá greint, þá er öllum
dauðlegum mönnum hætt við að misgera. Á sömu lund er sagt, „oft mega
vondir menn gott vinna.“ Þannig er nauðsynlegt að gera greinarmun á eðlis-
gæðum manna annars vegar og eðli verka þeirra hins vegar. Persónulýsingin
í heild sinni er summan af eðli manns og verkum hans. Höfundar íslend-
ingasagna virðast hafa áttað sig vel á því, að bókmenntír hafa tiltekin áhrif
á lesendur, eftir því sem bókin segir: „Tekur þú af hinum góða dæmi til
góðra verka.“ Og þeir, sem dást mest að hetjum íslendingasagna, ættu að
hafa í huga merkilega viðvörun: „Svo skal mönnum unna, að þeygi séu mis-
gerðir þeirra elskaðar.“ Lesendum Grettís sögu og annarra vandaðra fom-
sagna var ætlað að gera greinarmun á manninum og gerðum hans.
Grettír er kynntur til sögunnar í 14. kapítula: „Hann var mjög ódæll í
uppvexti sínum, fátalaður og óþýður, bellinn bæði í orðum og tiltektum.
375