Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 179

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Page 179
Rússnesk Fjallkirkja Ef Islendingar eiga nokfcra hliðstæðu við sjálfsævirómian Pástovskís1 þá er það Kirkjan á fjaBinu. Báðar sögumar eru langar, í rauninni margra binda bækur, hægstreymnar og margorðar, lýsa öllu í smáatriðum, draga mikinn mannfjölda fram á sögusviðið, dreifa sér vítt en kafa þó djúpt. Konstantín Pástovskí var rússnesbur rit- höfundur, nýlega látinn á áttræðisaldri. liann hefur sögu sína á því að minnast ferðar sem hann tókst á hendur seytján ára gamall til þess að vitja föður síns dauðvona. Hann hrífur lesandann á svip- stundu með sér inn í hugarheim unglings- ins sem brýzt yfir ilifært stxaumvatn og situr hjá föður sínum síðustu nóttina sem hann lifir. Áin heldur áfram að vaxa og móðir piltsins kemur að henni ófæiri. Þá er eiginmaður hennar dáinn og hún horfir á frá hinum árbakkanum þegar hann er borinn til grafar. Pástovskí dvelst í nokfcra daga eftir jarðarförina á bæ föður síns og rifjar upp bemsku sína og æsku. Þannig fer hinn verksnjalli höfundur að því að leiða les- andann hægt og hægt inn á brautir sögu sinnar. Fyrra bindið af þeim tveimur sem út eru komin á íslenzku fjallar um bernsku og skólaár. Lýsingamar á sfcólalífinu í Kænugarði, skemmtilegum smáatvikum, brellum skólasveina og brösum þeirra við kennarana er yndi og eftiriæti að lesa. Ilver man eklri eitthvað svipað frá sínum yngri árum? En námsárin líða, ungi miaðurinn út- sfcrifast og um sömu mundir skellur heims- styrjöldin á. Æskumönnum er sópað sam- 1 Konstantín Pástovski: Mannsævi, 1. bindi, 1968. 287 bls. 2. bindi, 1969. 264 bls. Halldór Stefánsson íslenzkaði. Heims- kringla. Umsagnir um bækur an til þjónustu við keisaranm og föður- landið. Sumir em sendir á vígvöllinn, aðrir sinna störfum heima eða bak við víglínuna. Pástovskí gerist hjúkmnarmaður og hlynm- ir að hermönnum sem eru fluttir sjúkir og særðir í jámbrautarlestum frá vígstöðvun- um. Þessu æviskeiði helgar hann megin- hluta annars bindis sem ber heitið Fár- viðri í aðsigi, en því lýkur á fyrstu fregn- um um byltinguna 1917. Emgum sem les þessa bók getur dubzt hvern mannfcosta- mann höfundur hennar hefur að geyma; hlédrægur og draumlyndur menntamaður er allt í einu staddur á blóði drifnum vett- vangi styrjaldar og horfir daglega upp á ósegjanlegar þjáningar. Skáldlega sininað- ur umglingur verður fyrirvaralaust að tak- ast á við örðug viðfangsefni sem hann hef- ur aldrei órað fyrir — og kemur stæltari og hreinni úr þeirri raun. Því fer þó fjarri að hann miklist nofckurntíma af hugsunum sínum, orðum eða gjörðum. Hann er þvert á móti lítillætið sjálft, og prúðmennska hans er hvergi uppmáluð öðrum til að- dáunar. Hún er einfaldlega hluti af gerð persónunnar, jafmsjálfsögð og tungan sem hann talar. Hann dregur enga dul á að hann er hræddur þegar hann þarf að taka á móti bami, þótt hann hafi aldrei séð bams- fæðingu áður, og hann reynir að sjá hvorkd né heyra þegar hann er Mtinn rétta hjálp- arhönd við aflimanir í sjúknalestinni. Á leiðinni til vígstöðvanna er lestán tóm og þá hefur hann tíma til að lesa, sofa og horfa á landslagið. „ ... Skýnast í huga mínum er kot eitt á kafi í snjó í útjaðri byggðar einovar, þótt ég sé búinn að gleyma bvar það var, það hefur getað verið nálægt Tambov, Penza eða Kazan. Ég sé enn í huganum gamla manninn, með sauðskinns- úlpu lagða yfir herðamar, koma út í lágar dyrnar. Hann hélt annarri hendinni um bjálfcann yfir dyrunum og horfði á löngu lestina og rauðu krossana sem málaðir 26 TMM 401
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.