Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Síða 179
Rússnesk Fjallkirkja
Ef Islendingar eiga nokfcra hliðstæðu við
sjálfsævirómian Pástovskís1 þá er það
Kirkjan á fjaBinu. Báðar sögumar eru
langar, í rauninni margra binda bækur,
hægstreymnar og margorðar, lýsa öllu í
smáatriðum, draga mikinn mannfjölda
fram á sögusviðið, dreifa sér vítt en kafa
þó djúpt.
Konstantín Pástovskí var rússnesbur rit-
höfundur, nýlega látinn á áttræðisaldri.
liann hefur sögu sína á því að minnast
ferðar sem hann tókst á hendur seytján
ára gamall til þess að vitja föður síns
dauðvona. Hann hrífur lesandann á svip-
stundu með sér inn í hugarheim unglings-
ins sem brýzt yfir ilifært stxaumvatn og
situr hjá föður sínum síðustu nóttina sem
hann lifir. Áin heldur áfram að vaxa og
móðir piltsins kemur að henni ófæiri. Þá
er eiginmaður hennar dáinn og hún horfir
á frá hinum árbakkanum þegar hann er
borinn til grafar.
Pástovskí dvelst í nokfcra daga eftir
jarðarförina á bæ föður síns og rifjar upp
bemsku sína og æsku. Þannig fer hinn
verksnjalli höfundur að því að leiða les-
andann hægt og hægt inn á brautir sögu
sinnar. Fyrra bindið af þeim tveimur sem
út eru komin á íslenzku fjallar um bernsku
og skólaár. Lýsingamar á sfcólalífinu í
Kænugarði, skemmtilegum smáatvikum,
brellum skólasveina og brösum þeirra við
kennarana er yndi og eftiriæti að lesa.
Ilver man eklri eitthvað svipað frá sínum
yngri árum?
En námsárin líða, ungi miaðurinn út-
sfcrifast og um sömu mundir skellur heims-
styrjöldin á. Æskumönnum er sópað sam-
1 Konstantín Pástovski: Mannsævi, 1.
bindi, 1968. 287 bls. 2. bindi, 1969. 264 bls.
Halldór Stefánsson íslenzkaði. Heims-
kringla.
Umsagnir um bækur
an til þjónustu við keisaranm og föður-
landið. Sumir em sendir á vígvöllinn, aðrir
sinna störfum heima eða bak við víglínuna.
Pástovskí gerist hjúkmnarmaður og hlynm-
ir að hermönnum sem eru fluttir sjúkir og
særðir í jámbrautarlestum frá vígstöðvun-
um. Þessu æviskeiði helgar hann megin-
hluta annars bindis sem ber heitið Fár-
viðri í aðsigi, en því lýkur á fyrstu fregn-
um um byltinguna 1917. Emgum sem les
þessa bók getur dubzt hvern mannfcosta-
mann höfundur hennar hefur að geyma;
hlédrægur og draumlyndur menntamaður
er allt í einu staddur á blóði drifnum vett-
vangi styrjaldar og horfir daglega upp á
ósegjanlegar þjáningar. Skáldlega sininað-
ur umglingur verður fyrirvaralaust að tak-
ast á við örðug viðfangsefni sem hann hef-
ur aldrei órað fyrir — og kemur stæltari
og hreinni úr þeirri raun. Því fer þó fjarri
að hann miklist nofckurntíma af hugsunum
sínum, orðum eða gjörðum. Hann er þvert
á móti lítillætið sjálft, og prúðmennska
hans er hvergi uppmáluð öðrum til að-
dáunar. Hún er einfaldlega hluti af gerð
persónunnar, jafmsjálfsögð og tungan sem
hann talar. Hann dregur enga dul á að
hann er hræddur þegar hann þarf að taka á
móti bami, þótt hann hafi aldrei séð bams-
fæðingu áður, og hann reynir að sjá hvorkd
né heyra þegar hann er Mtinn rétta hjálp-
arhönd við aflimanir í sjúknalestinni. Á
leiðinni til vígstöðvanna er lestán tóm og
þá hefur hann tíma til að lesa, sofa og
horfa á landslagið. „ ... Skýnast í huga
mínum er kot eitt á kafi í snjó í útjaðri
byggðar einovar, þótt ég sé búinn að gleyma
bvar það var, það hefur getað verið nálægt
Tambov, Penza eða Kazan. Ég sé enn í
huganum gamla manninn, með sauðskinns-
úlpu lagða yfir herðamar, koma út í lágar
dyrnar. Hann hélt annarri hendinni um
bjálfcann yfir dyrunum og horfði á löngu
lestina og rauðu krossana sem málaðir
26 TMM
401