Tímarit Máls og menningar - 01.12.1969, Side 184
Tímarit Máls og menningar
sínum þax til hairn var eilítiíi betar á sig
korninm, en þá var hanm fluttur beint í
fangelsi, án þess að noktur bein ákæira
lægi fyrir.
Næst segir hinn enski hlaðamaður David
Nathan frá reynslu ungrnr stúlku, sem kom
sjálfviljug á fund hans og hóf sögu sína
á þessa leið: „Ég heiti Natassa Tsirika, er
23 ára gömul og vil að þessi fmásögn sé
birt undir réttu nafni. Þeir neituðu barni
míniu um að sjá dagsins ljós. Það var um
hánótt þegar þeir komu heim tii mín, en
þar fundu þeir dreifibréf frá þjóðernis-
sinnum (þjóðfrelsishreyfingunni). Ég sagð-
ist hafa fundið það á götunni, en þeir fóru
með mig í Via Bubulinas. LambTOu, Ba-
balis og Malios spurðu mig út úr. t upp-
hafi voru þeir vingjamlegir, en svo vildu
þeir vita nánar um tilkomu dneáfdbréfsins.
Þeir sögðust ekkú trúa því sem ég hefði
sagt og væri það hyggilegra fyrir mig að
segja sannleikann. Ég spurði þá, hvað þeir
ætluðust fyrir með mig; sagði þeim að ég
væri komin tvo og hálfan mánuð á leið,
og sýndi vottorð frá lækni upp á það.
„Og hvað ætlar þú svo að gena úr krakk-
anum“ spurðu þeir, „einn Lambrakis emn?“
(Lambrakis var þingmaður sem var drep-
inn í Saloniki, en æskulýðshreyfingin fyrir
daga herforingjanna nefndi sig eftir hon-
um).
Þeir byrjuðu svo að berja mig og endur-
tóku í sífellu, að þetta væri nú ekkert bor-
ið saman við það, sem gæti hent mig, ef
ég talaði ekki ... Um tíuleytið um morg-
uninn báru þeir mig upp á veröndina og
bundu mig fasta á bekldnn. Spanos tók
vírsvipu ofan af veggnum, og þegar þeir
höfðu dregið af mér skóna, lömdu þeir mig
í iljarnar. Ég veinaði af sársauka, en þá
tróð Malios tusku upp í mig. Síðan var ég
látin standa upp og ganga mörgum sinnum
kringum bekkinn, en þegar ég gat ekki
meir drógu þeir mig út að glugga og hót-
uðu að henda mér þar niður ef ég talaði
ekki.
Ég sagðist ekkert vita. Þeir héldu þá
áfram að berja mig, líkama minm hátt oog
lágt, andlitið og á kviðinm. Síðan hentu
þeir mér ofan af fimmtu hæð niður á
fjórðu og þar var ég látin Kggja, þar til
ég vax borin inn í klefa númer 3. Þessa
nótt missti ég fóstrið.
Og þetta eru engin einstök dæmi. Hinir
pyntuðu skipta þúsundum. Þingmenn, for-
ingjar þjóðfTelsishreyfingarinnar, hetjur úr
annarri heimsstyrjöld, venkalýðsforingjar,
listamenn', menntamenn, vísindamenn,
skólafólk, verkafólk, ungir sem garnlir,
veikir jafnt sem heilbrigðir, konur sem
kariar og meira að segja striðsöryrkjar,
allir hafa þeir hlotið sömu örlög, þegar
herforingjunum býður svo vdð að horfa.
Þetta fólk hefur verið pyndað á Via
Bubulinas, í fangabúðum eða á herskip-
inu „EK“.
Og fulltrúar hershöfðingjanna skirrast
ekki við að viðurkenna að fangelsi og
famgabúðir Grikklands séu yfirfull. En hver
er svo ákæran á hendur þessu fólki? Eina
ástæðan er sú, að vera kommúnistar eða,
eins og venjulegir horgarar mótfallnir ein-
ræðinu eru kallaðir, fylgifiskar kommún-
ista. Sá sem berst fyrir lýðræði, eða er
einfaldlega andvígur fasismanum og her-
foringjastjóminni, verður að vera viðbúinn
að þola pyntingar, fangelsi og fangabúðir.
H ugmynda f ræði herf orin gja st jórnarinnar
er myrk og afturholdssöm, og henni ntcgir
ekkd að hundelta Ijóðskáld, eins og Ritsos
og Vamalis og tónskáld sem Theodorakis,
henni nægir ekki að berja niður hverja
einustu frjálsa hugsun æskunnar í dag,
heldur gengur svo langt að gena sig grát-
hlægilega með því að banna verk Eskílosar,
Sofóklesar, Evripídesar, Aristofanesar, Bal-
/iacs, Toolstojs, Gorkís og svo mætti lengi
telja.
406