Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Side 4
Tímarit Máls og menningar þætti í sinni fræðigrein, þjóðfélagi okkar til endurlausnar og frelsunar, svo að það mætti hefjast til hærra gengis. Svo mætti virðast sem tillaga þessi hefði mikið til síns máls. En það er mitt álit sem nokkuð kunnugs manns öllum staðháttum, að það borgi sig ekki að eyða fé í flugfar hagræðingarsérfræðinga til Hornafjarðar til að nema eitthvað nýtt í grein sinni. I þessu áliti mínu felst alls ekkert vantraust á hæfileikum nefndra sérfræðinga til að nema hvað eina, sem til þeirrar sér- greinar heyrir, og því síður vanmat á því starfi sem þeir inna af höndum í þágu þjóðfélagsins. En ég óttast að öflin, sem hannað hafa byggðina á Höfn við Hornafjörð, séu ekki af þeirra heimi. Galdurinn við hagsæld þessa fagra þorps liggur ekki í augum uppi, fremur en galdrar yfirleitt, og það gæti reynzt erfitt að koma þar að venjulegum logaritmakvarða. Og þó er málið í raun og veru svo ljóst og einfalt, að hálærðum mönnum gæti jafnvel fundizt það fyrir neðan virðingu sína að líta á það sem sitt viðfangsefni. Þó tel ég ekki með öllu vonlaust, að þeir sem og aðrar mannlegar verur mættu eitthvað af einfaldleik fyrirbærisins læra sér til andlegrar auðgunar, hvað sem liði ágóða á mælikvarða veraldarauðsins. Fyrir því vil ég leitast við að varpa nokkru ljósi á dul þessa fyrirbæris. 2. A Höfn í Hornafirði hefst byggð rétt fyrir aldamótin síðustu. Arið 1946 eru íbúar þar farnir að nálgast hálft fjórða hundrað, en munu nú vera hátt á því níunda. Á sama tíma eru íbúar allrar Austur-Skaftafellssýslu einhvers staðar á sextánda hundraði. Og hvaðan kemur svo allt þetta fólk, sem byggt hefur upp þetta hagsæld- anna þorp? Því er fljótsvarað. Fólkið er komið úr sveitum Austur-Skafta- fellssýslu: Lóni, Nesjum, Mýrum, Suðursveit og Öræfum, og svo kemur einn og einn annars staðar frá í gegnum tengsl ástar eða atvinnu. Og það er ekk- ert nýtilkomið, að ungt fólk í þeirri sýslu þurfi að færa sig um set í leit að staðfestu. Austur-Skaftfellingar liafa löngum verið afkastamenn í því að fjölga mannkyninu, en þar er landlítið, og hefur ný kynslóð neyðzt til að leita annarra landkosta. Hvar sem ættborinn Hornfirðingur fer um Austur- land, getur hann átt von á nánum frændum í hverri sveit, en þangað lá bein- ast við fyrir staðfestulausan Hornfirðing að leggja leið sína. Og víðar komu Austur-Skaftfellingar við sögu. Um skeið var allmikil eftirspurn eftir horn- firzkum konum til eiginorðs á Akureyri og í hinum blómlegu byggðum við 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.