Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 8
Tímarit Máls og menningar þeir vera sveilungar mínir, kappsfullir og áræðnir, en glöggir á, hvar hættur kunna að leynast. Þar í hefur sérhver öld í sögu byggðarinnar veitt sína æfingu í viðskiptum við háskaleg vatnsföll og róðra við brimsanda. En ekki tel ég það hafa úrslitaþýðingu um afkomu útvegsins frá Höfn og fylgigreina hans. Og ekki valda miðin úrslitum, því að þótt þau séu á ýmsan hátt far- sællega af guði gerð, þá er samt á það að líta, að ekki eru heimamið Horn- firðinga þeir lukkupottar, sem nyrðri firðirnir geta rennt sér í, þegar síldin veður þar heilu sumrin í stórum torfum tugi mílna á sjó út og allar leiðir inn í fjarðarbotna. Auðvitað hafa útgerðarmennirnir á Höfn velt fyrir sér möguleikunum, kostum og löstum, áður en til framkvæmda kom. Þó mun það ekki hafa verið samanburðurinn við aðra möguleika, sem til greina gátu komið, sem vó þyngst á metaskálunum. Svo sameiginlegt sem það er mönnum hvers konar þjóðernis að eiga djúpt í jarðvegi fósturbyggðar viðkvæmar rætur, þá eru Hornfirðingar vissulega engir eftirbátar annarra í þeim efnum. Þeir kjósa sína heimabyggð ekki aðeins að öðru jöfnu, heldur einnig þótt það væri ekki nærri því að öðru jöfnu. Og hver með annars hjálp snúa þeir sér að útveginum án allra nákvæmra útreikninga á samanburði við möguleika annars staðar. Mér hefur virzt, að orðið gróði sé tiltölulega lítið notað í sambandi við útveg við Hornafjörð, hversu góð sem útkoman getur verið þetta árið eða hitt. Tap ber líka fremur sjaldan á góma. Sum árin gengur vel, en önnur ekki sem skyldi, stundum getur útkoman orðið ágæt, aðra tíma ekki sem bezt, en aldrei vonlaus. Þegar vel gengur, þá geta hlutaðeigendur lagt í kostnað við að auka lífsþægindi og fegra í kringum sig, þegar ver gengur, verða þeir að fara sparlegar í þær sakir. Svona hafa Hornfirðingar, sem og fjöldinn allur íslendinga, lifað undanfarnar aldir. í góðum árum drógu menn fram lífið án mikilla þrauta, í slæmum árum lifðu þeir við þjáningar, ef þeir geispuðu ekki golunni. Framfarirnar hafa orðið miklar. I sveitum þessum lifðu flestir við lítinn kost, en jafnan. Þar heyrði til undantekninga, ef ríkur maður skaut upp kollinum og þá með aldamillibili. Nú lifa menn þar við góðan kost, en jafnan sem fyrr, og himingnæfandi ríkidæmi í eins eða fárra höndum aldrei fráleitara og vald auðs í þeirra höndum aldrei fjar- lægara en á þessum margrómuðu velgengnisárum. Undirstaða Hafnar er ekki gróðamenn og þaðan hefur enginn flúið til höfuðhorgarsvæðisins með gróða velgengnisára til enn hraðstígari ávöxt- unar í hernámsstandi eða með okurvöxtum. Einn stórbrotinn framkvæmda- 102
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.