Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 17
Miðöld og nútími í íslenzku samfélagi elur ekki rómantíkera, og form íslenzkrar ljóðhefðar var í samræmi við hrynj- andi hins staðnaða samfélagsforms. Rómantísk ljóðlist nær hæst meðal ev- rópskrar borgarastéttar, en hérlendis var sú stétt varla til -um það leyti sem stefnan nær mestum blóma í Evrópu. Þjóðernisstefnu eða þjóðræknisstefnu tekur að gæta 'hérlendis fyrir ábrif frá rómantísku stefnunni, með aðgerðum Rafns, Rasks, Sveinbjarnar Egils- sonar og Baldvins Einarssonar, sá síðast nefndi var arftaki Eggerts Ólafs- sonar að nokkru og upplýsingarmaður. Þessi stefna beindist að því að vanda málfar og virða. Ahugi norrænna þjóða og Þjóðverja jókst mjög á íslenzkri tungu með rómantíkinni. íslenzkan var lifandi norræna, frumtunga þessara þjóða og því upphófst blómleg útgáfustarfsemi á snærum Fornritafélagsins undir stjórn Rafns. Rask var aðalhvatamaður stofnunar Bókmenntafélagsins, sem var ætlað að gefa út fornar og nýjar íslenzkar bækur og standa vörð um tunguna. Áhuginn beindist að verndun tungunnar, og örlaði víða á því hjá ýmsum að líta á tunguna sem safngrip frá því úr forneskju. Reynt var að fyrna málið sem mest og upp af þeirri viðleitni spratt oft afkáralegur stílsmáti, einkum þó síðar á öldinni, þegar þýzkir rómantíkerar voru búnir að fullgjöra mynd þess, sem þeir töldu hafa verið íslenzka fornöld. Sveinbjöm Egilsson og Fjölnismenn voru svo nálægir íslenzkri samtíð og samfélagi, að allur afskræmisháttur var þeim fjarlægur, þeir vernduðu ekki aðeins tunguna, heldur auðguðu hana og juku nothæfi hennar. Þær litlu breytingar sem urðu á tungunni frá því á 13. öld og fram á 19. öld, sýna gleggst stöðnun íslenzks samfélags í miðaldaforminu allan þennan tíma. Þegar íslenzk skáld upptendrast af rómantískum anda, var blómatími stefnunnar liðinn og það skáld, sem orkaði hvað mest á Jónas Hallgrímsson, var Heine, 6em flestum skáldum fremur náði anda þjóðvísunnar í kvæði sín, lipurð og einfaldleiki ásamt skammti af gamansemi einkenndu mörg þau kvæði hans, sem vinsælust urðu og birtust í „Buch der Lieder“ 1827. Heine afneitaði miðaldadulspeki og þýzkri þjóðernishyggju í „Die romantische Schule“, sem kom út 1833 og reyndar hafði rómantíkin aldrei hertekið hann eins og ýmsa skáldbræður hans. Yms sörnu einkenni er að finna hjá Jónasi Hallgrímssyni og finnast hjá Heine. Hann upphóf daglegt mál á hærra stig og endurnýjaði þar með skáldskaparmálið. Því fór fjarri að kvæðum Jón- asar og Fjölni væri vel tekið hérlendis. 1835 voru kenningar Fjölnismanna og kvæði Jónasar fjarri því að ná hljómgrunni meðal þjóðarinnar, en það gerðu rímur Sigurðar Breiðfjörðs. IJefðbundið kvæðasnið og hliðstæða þess 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.